Hálsól

Einhverntíman núna í vetur átti ég spjall við stúlku eina og nokkra aðra perralinga. Í spjallinu tók ég eftir óvenjulegu hálsmeni sem hún bar um hálsinn. Það var einfaldur hringur, sennilega úr stáli. Þá loksins kviknaði á perunni hjá mér. Þetta var ekki bara hálsmen, þetta var hálsól! Ég hafði séð svona á veraldarvefnum. Fallegur, vel pússaður og rúnaður stál hringur. 
Ég þóttist vita að til að losa hann af þurfti skrúfjárn eða einhverja sambærilega græju. Þetta var hálsól sem fer ekki svo létt af. 
Þegar þarna var við komið þá fylltist ég lotningu gagnvart stúlkunni. Sú mikla merking sem þessi einfaldi hlutur bar með sér snart mig. Hálsólin sagði mér meira en einfaldur giftingahringur myndi nokkurntíman gera. 

Þau skilaboð sem búa í þessari hálsól eru meðal annars að:
-þessi stúlka er undirgefin.
-þessi stúlka er frátekin. 
-þessi stúlka hefur gefið öðrum einstaklingi eftir stjórnina á sínu lífi. 
-þessi stúlka treystir þessum einstaklingi fullkomlega. 
 -þessi stúlka hefur fundið sinn drottnara, og það er eitthvað sem margar undirgefnar dreymir um að gera. 
-þeirra samband byggir á því að annar aðilinn sé drottnandi og hinn undirgefinn. 
-þau taka hlutverk sín gagnvart hvort öðru alvarlega. 
-þeim hefur tekist það sem marga aðra dreymir um, að vera í skuldbundnu BDSM sambandi hvort með öðru. 


Ummæli

Vinsælar færslur