Karlmennskan

Ég og vinkona mín erum duglegar að bera saman bækur okkar. Við skeggræðum eitt og annað og veltum upp hugmyndum og vangaveltum tengdu öllu mannlegu. Allt mannlegt er auðvitað kynlíf að stóru leiti. Strákarnir í lífi okkar, reynsla okkar af þeim, hvort hinn eða þessi sé sætur og fleira í þessum og grófari dúr.
Um daginn vorum við að ræða saman um brund. Brundur er þetta hvíta, volga, slímuga sem kemur þegar hápunktinum er náð hjá karlmönnum. Hann ýmist spítist út af ógnarkrafti, gusast út í nokkrum bunum eða lekur í rólegheitunum. Ég segi stundum að ég geti lifað góðu lífi án brunds! Hinsvegar fíla ég allt í kringum hápunktinn hjá karlinum. Ég fíla kraftinn í atlotunum og spennuna sem stigmagnast. Ég fíla að finna vöðvakippina fara um hann vitandi að hann er á brúninni. Ég fíla svipinn á andlitunu, einbeittann og oft dreymandi og ég fíla hljóðin sem koma þegar hápunktinum er náð. Það æsir mig fátt meira en einmitt þessi stund! Ég hef líka í gegnum tíðina lært að tengja þessa stund við brundinn sem kemur.
En þegar við stöllurnar vorum að ræða þennan líkamsvessa sem er nauðsynlegur afkomu mannkyns þá komst ég að einu. Ég tengi karlmennsku við kraftinn á brundinum. Ef að hann spýtist langt og af miklum krafti, þá er það betra. Ef að það kemur mikið af honum, þá er það líka betra. Ef að hver gusan eða bunan á fætur annarri kemur, þá er það betra. Ef að kramparnir sem fara um liminn eru fleiri en færri, þá er það betra.
Vinkona mín hafði aldrei velt þessu fyrir sér en við komumst báðar að þessu, við tengjum brund við karlmennskuna og ekki síst hvernig hann skilar sér.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Sko!
Lala fullnæging lekur út, OK fullnæging nær kannski í naflann og með skemmdri fullnægingu, kemur varla smá og typpið verður linnt.
Liggjandi á bakinu þá hefur súper dúper greddu svaka brjálæðisleg fullnægingarsprenging allveg sent brund alla leið út á axlir, í andlitið og jafnvel í hárið. Ef maður hefði haft einhverja rænu þegar þetta gerðist þá hefði maður miðað upp í sig. Til þess að þetta gerist þá þarf maður að vera últra súper æstur og graður. Með allt tauga- og hormónakerfið á yfirsnúningi.

Til þess að ná þessum yfirsnúningi err karlmennsku þá þarf partnerinn að æsa gaurinn og gera allt til þess að koma honum yfir á þennan yfirsnúning.

Það þarf verulega mikið ti þess að svona súper dúper fullnæging náist í sjálfsfróun.

Þannig að samkvæmt þínum orðum þá má færa rök fyrir því að karlmennskan snúist um þig eða frammistöðu þína.

Vinsælar færslur