Alveg nýtt!
Í dag þá skellti ég mér á fund vegna komandi Hinseginn daga. BDSM á Íslandi verður með fræðsluviðburð og núna er planið að gera eitthvað kinky og perralegt utanvallar á Hinsegin dögum. Hugmyndin er að þjófstarta Hinseginn dögum með allskonar fræðandi skemmtilegheitum í samstarfi við einstaklinga sem tilheyra LGBTQIA flórunni (og vonandi fleiri til).
Á fundinum voru fulltrúar allskonar öðruvísi kynhneigða, kynvitunda, kynferðis og kynseginn fólks. Þarna var ég græn á bak við eyrun og þurfti að læra allskonar orðfæri og hugmyndir sem ekki höfðu hvarflað almennilega að mér. Það er hinsvegar ekki tilgangur þessarar færslu að spá í það meira. Það væri hinsvegar hæglega hægt að skrifar tvær eða þrjár færslur bara út frá þessum eina fundi. Meira um það seinna samt.
Það sem mig langaði að segja ykkur frá að fröken karlkynhneigða ég, sem hingað til hef engöngu laðast að gagnkynhneigðum karlmönnum, varð heilluð af einstaklingi sem tilheyrir þessari LGBTQIA flóru. Alveg líka svona mikið!
Á fundinum voru fulltrúar allskonar öðruvísi kynhneigða, kynvitunda, kynferðis og kynseginn fólks. Þarna var ég græn á bak við eyrun og þurfti að læra allskonar orðfæri og hugmyndir sem ekki höfðu hvarflað almennilega að mér. Það er hinsvegar ekki tilgangur þessarar færslu að spá í það meira. Það væri hinsvegar hæglega hægt að skrifar tvær eða þrjár færslur bara út frá þessum eina fundi. Meira um það seinna samt.
Það sem mig langaði að segja ykkur frá að fröken karlkynhneigða ég, sem hingað til hef engöngu laðast að gagnkynhneigðum karlmönnum, varð heilluð af einstaklingi sem tilheyrir þessari LGBTQIA flóru. Alveg líka svona mikið!
Það var svolítið magnað að upplifa þetta. Í fyrstu var þetta eitthvað á þessa leið: Hey, þessi einstaklingur er virkilega flottur einstaklingur. Það þróaðist yfir í: Vá, þessi einstaklingur er virkilega virkilega flottur einstaklingur. Sem fór svo yfir í: ....með falleg augu. Sem seinna varð: Ég væri rosalega til í að kynnast þessum einstakling betur. Sem fór síðan yfir í: Það er örugglega gott að kyssa og kela við viðkomandi. Og svo auðvitað vangavelta skrefinu lengra: Hvernig ætli það sé að stunda kynlíf með viðkomandi? Undir lok fundarins voru hugsanirnar aftur komnar á þessa leið: Þetta er rosalega flottur einstaklingur.
Ég svosem spáði ekki meira í þetta, annað en að ég veit með vissu að ég hitti þennan einstakling aftur að viku liðinni og vonast til að geta kynnst viðkomandi betur. Ég er kannski pínu skotin.
Ég svosem spáði ekki meira í þetta, annað en að ég veit með vissu að ég hitti þennan einstakling aftur að viku liðinni og vonast til að geta kynnst viðkomandi betur. Ég er kannski pínu skotin.
Þarf ég þá að endurskoða mína karlkynhneigð og fara að spá í hugtökum eins og tvíkynhneigð, eða alkynhneigð (e. pansexual)?
Nei annars. Ég nenni því ekki!
Nei annars. Ég nenni því ekki!
Ég ætla að vera áfram bara trysexual og til í að prófa sem flest einusinni eða oftar.
Ummæli