Hvað skiptir máli í lífinu?
Ég hef ekki skafið ofan af því að ég hef átt við leiðindar veikindi að stríða, mis mikið að vísu, en samt mjög mikið alveg frá áramótum. Það hafa komið dagar þar sem ég hef ekki komist fram úr rúminu, því mér var það einfaldlega ofviða. Það hafa komið dagar þar sem ég hef setið stjörf og dofin og ekki megnað að hreyfa mig. Það hafa komið dagar þar sem öllum heimsins músum var brynnt og vel það. Það hafa komið hræðilegir dagar þar sem lífið hefur einfaldlega ekki virðst vera þess virði að lifa því.
Í gegnum svona lífsreynslu þá virðist sem svo að gildi manns breytist ósjálfrátt. Það er ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu og það er eitthvað sem maður fattar ekki fyrr en frá líður. Ég fattaði það um daginn þegar ég átti í spjalli við erlendan drottnara. Hann hafði látið vinnuna ráða för og hafði náð miklum árangri á því sviði. Starfsframinn skipti hann máli og hann hugði á eftirlaun upp úr fimmtugu. Þegar hann var að segja mér frá lífi sínu söng í höfði mér: Ég er ekki þarna!! Ég er ekki sammála honum. Þegar ég fór að segja honum frá þessu og kryfja þessa tilfinningu til mergjar þá komst ég að því að allt aðrir hlutir skipta mig mestu máli í dag en gerðu fyrir ári síðan.
Ég þarf ekki að fá best launuðu vinnuna, bara að ég hafi gaman af því að vinna hana; ég þarf ekki að komast á toppinn, bara að ég fái að vera með og finna að framlag mitt skipti máli; ég þarf ekki að stefna að því að fara snemma á eftirlaun, bara að ég njóti dagsins í dag. Ég vil ekki frægð og frama (ég myndi svosem ekki fúlsa við því heldur), ég vil bara vera hamingjusöm! Ég vil njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég vil gefa af mér til fólksins í kringum mig. Ekki til umhverfssins eða samfélagsins, heldur til fólksins sjálfs. Ég þarf að hafa samskipti við það og finna að það sem ég geri hafi jákvæð áhrif á það. Ég þarf þess svo að mér líði vel.
Afhverju er ég að blaðra um allt þetta á kynlífsblogginu mínu? - Jú, því ég hef fengið talsvert af góðum viðbrögðum við blogginu mínu í gegnum tíðina. Alltaf þegar ég hef fengið hrós fyrir það, smá klapp á bakið eða örlitla viðurkenningu fyrir unnið starf þá hlýnar mér um hjartaræturnar.
Já, kynlíf er klúrt og allt það. En kynþörfin er ein af grunnþörfum okkar og því ekki að njóta hennar án þess að setja einhvern ljótan stimpil á það.
BDSM er algjört jaðarsport sem mætir miklum fordómum. En það vita þeir sem taka því með opnum hug hversu fallegt og einlægt það þarf að vera til að dæmið gangi upp.
Nokkrir einstaklingar hafa haft samband við mig og sagt mér að bloggið mitt hafi breytt miklu fyrir þá persónulega. Hvort sem það er varðandi kynlíf með vanillubragði eða BDSM-legar hugsanir og langanir. Ég persónulega þekki fólk í dag sem dróst inn í senuna af því að það las bloggið mitt! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað sú vitneskja gerir mikið fyrir mig. Það er algjörlega ómetanlegt.
Ég hef fengið staðfestingu á því að mín skrif hafi jákvæð áhrif á fólkið hinum meginn við skjáinn.
Ég væri ekki hérna ef að ekki væri fyrir ykkur. Og ég veit að þið væruð ekki hérna ef að ekki væri fyrir mig.
Í gegnum svona lífsreynslu þá virðist sem svo að gildi manns breytist ósjálfrátt. Það er ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu og það er eitthvað sem maður fattar ekki fyrr en frá líður. Ég fattaði það um daginn þegar ég átti í spjalli við erlendan drottnara. Hann hafði látið vinnuna ráða för og hafði náð miklum árangri á því sviði. Starfsframinn skipti hann máli og hann hugði á eftirlaun upp úr fimmtugu. Þegar hann var að segja mér frá lífi sínu söng í höfði mér: Ég er ekki þarna!! Ég er ekki sammála honum. Þegar ég fór að segja honum frá þessu og kryfja þessa tilfinningu til mergjar þá komst ég að því að allt aðrir hlutir skipta mig mestu máli í dag en gerðu fyrir ári síðan.
Ég þarf ekki að fá best launuðu vinnuna, bara að ég hafi gaman af því að vinna hana; ég þarf ekki að komast á toppinn, bara að ég fái að vera með og finna að framlag mitt skipti máli; ég þarf ekki að stefna að því að fara snemma á eftirlaun, bara að ég njóti dagsins í dag. Ég vil ekki frægð og frama (ég myndi svosem ekki fúlsa við því heldur), ég vil bara vera hamingjusöm! Ég vil njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég vil gefa af mér til fólksins í kringum mig. Ekki til umhverfssins eða samfélagsins, heldur til fólksins sjálfs. Ég þarf að hafa samskipti við það og finna að það sem ég geri hafi jákvæð áhrif á það. Ég þarf þess svo að mér líði vel.
Afhverju er ég að blaðra um allt þetta á kynlífsblogginu mínu? - Jú, því ég hef fengið talsvert af góðum viðbrögðum við blogginu mínu í gegnum tíðina. Alltaf þegar ég hef fengið hrós fyrir það, smá klapp á bakið eða örlitla viðurkenningu fyrir unnið starf þá hlýnar mér um hjartaræturnar.
Já, kynlíf er klúrt og allt það. En kynþörfin er ein af grunnþörfum okkar og því ekki að njóta hennar án þess að setja einhvern ljótan stimpil á það.
BDSM er algjört jaðarsport sem mætir miklum fordómum. En það vita þeir sem taka því með opnum hug hversu fallegt og einlægt það þarf að vera til að dæmið gangi upp.
Nokkrir einstaklingar hafa haft samband við mig og sagt mér að bloggið mitt hafi breytt miklu fyrir þá persónulega. Hvort sem það er varðandi kynlíf með vanillubragði eða BDSM-legar hugsanir og langanir. Ég persónulega þekki fólk í dag sem dróst inn í senuna af því að það las bloggið mitt! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað sú vitneskja gerir mikið fyrir mig. Það er algjörlega ómetanlegt.
Ég hef fengið staðfestingu á því að mín skrif hafi jákvæð áhrif á fólkið hinum meginn við skjáinn.
Þó svo ég sjái ykkur ekki, og þekki ykkur að öllum líkindum ekki heldur og muni sennilega aldrei hitta ykkur auglitis til auglitis, lesendur mínir góðir, þá gleður það mig óendanlega mikið að þið séuð yfir höfuð að lesa bloggið mitt.
Ég væri ekki hérna ef að ekki væri fyrir ykkur. Og ég veit að þið væruð ekki hérna ef að ekki væri fyrir mig.
Fyrir það segi ég bara: takk.
Ummæli