Meira af karlmennsku
Þegar ég spái í sjálfa mig þá fatta ég að ég tengi oft furðulegustu hluti við karlmennsku. Þar ber helst að nefna:
Verkvit, að viðkomandi sé handlaginn með hamarinn og sögina.
Að vera illa klæddur úti í vondu veðri, en á sama tíma, kuldagallar.
Vinnufatnaður almennt.
Stórir og/eða kraftmiklir bílar. Samt helst stórir.
Að sprauta langt við fullnægingu.
Grófar hendur.
Líkamlegur styrkur.
Einkennisbúningur.
Rólegt og yfirvegað fas.
Skegg.
Praktísk þekking, á hlutum eins og rafmagni og pípulögnum og fleira í þeim dúr.
Loðin bringa.
Svo um daginn komst ég að enn einu til viðbótar við þennan lista. Það er að pungurinn sé stór og voldugur. Ég veit ekki afhverju það skiptir máli. Litlir pungar geta hæglega getið af sér börn alveg eins og stórir pungar. Hinsvegar þá tengi ég einhverra hluta vegna karlmennsku við stóra punga. Stærri pungur = meiri karlmennska.
Málið er samt ekki alveg svona einfalt. Það skiptir máli hvernig pungurinn er. Það er ekki nóg að hafa stóran pung ef að hann er tómur og ritjulegur. Það bætist þá við að pungurinn verður að vera stór og mikill og eistun í stærri lagi. Það er eitthvað hálf hallærislegt við stóran pung með litlum eistum í. Að vísu gefur það tækifæri til ákaflega skemmtilegra pyntinga en ég er ekki að spá í það núna.
Stærri pungur + stærri eistu = meiri karlmennska.
Það er samt ekki alveg málið heldur. Því mér finnst skipta máli að pungurinn sé fylltur. Þetta má ekki vera tómur húðpoki með tveimur kúlum í, heldur þarf að vera eitthvað uppfyllingarefni. Mér finnst rossalega gott að geta tekið utanum punginn og fundið hann fylla upp í lófann á mér. Sú tilfinning fæst ekki nema pungurinn sé þokkalega fylltur líka.
Stærri pungur + fylltur pungur + stærri eistu = meiri karlmennska.
Það er málið!
Ummæli