Topp 10
Ég fékk eftirfarandi fyrirspurn frá nafnlausum lesanda ekki alls fyrir löngu:
Hvað segirðu um að koma með lista yfir bestu/vinsælustu/eftirsótustu dommana og dómínurnar og söbbs
Stutta og einfalda svarið er: nei.
Langa og flókna svarið skiptist niður í nokkra liði.
1. Það er enginn nafngreindur eða notendanafngreindur á blogginu mínu. Það er stefna sem ég hef haldið frá upphafi.
2. Hver er bestur fer eftir svo mörgu. Sá sem að er bestur fyrir einn hentar öðrum alls ekki. Það fer eftir áhugasviði og hvernig fólk passar saman. Sá sem er rosalega góður í að fista er ekki endilega besti domminn í mínum huga. Sá sem er ákaflega fær með nálar er langt frá því að vera bestur að mínu mati, einfaldlega því að þetta eru hlutir sem eru ekki mjög ofarlega á lista hjá mér.
3. Hver er vinsælastur fer eftir því hvernig maður á að mæla vinsældirnar. Með fjölda leikfélaga? Gæti þá ekki einmitt verið að viðkomandi sé ekkert svo góður og fari hratt í gegnum leikfélagana. Með hve marga vini viðkomandi á á fetlife? Eða með því hvað viðkomandi spjallar við marga á munchi? Sá sem leikur við marga í partýi? Verið getur að viðkomandi leiki við engann á milli partýja. Er hann þá vinsælli en sá sem er með tvo eða þrjá fasta leikfélaga? Eða er sá vinsælasti sá sem að flestum líkar vel við almennt og er boðið í flest partýin án þess að viðkomandi sé endilega að trana sér fram?
4. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hver er eftirsóttur af því fólki sem er í senunni, ef nokkur. Ég veit hverjir eru virkari en aðrir. En meira veit ég ekki. Ég veit ekki einusinni hvernig maður ætti að skera úr um það hver er eftirsóttur og hver ekki. Mögulega með því að skoða innbox fólks inni á fetlife. Það er samt ekki endilega réttmæt nálgun.
5. Með því að alhæfa að það sé einhver betri en annar, að það sé einhver vinsælli eða eftirsóttari en annar jafngildir því að steypa öllum í sama formið. Þetta er smekksatriði, það fer eftir rosalega mörgum þáttum hvað fólki finnst spennandi að gera, hvernig fólk nær saman, hvort að það deilir sama áhugasviði o.s.frv. Innan senunnar erum við öll einstaklingar. Við erum eins og við erum og komum í öllum stærðum og gerðum. Það er enginn betri en annar, heldur erum við mismunandi. Mitt kink er ekki það sama og þitt kink, en það þýðir ekki að mitt kink sé betra en þitt, eða þitt síðra en mitt.
Ummæli