Atvinnuperri

Ekki alls fyrir löngu sá ég auglýst starf. Ég sótti um í hvelli. Þegar mig var farið að lengja eftir viðbrögðum við umsókninni minni þá sagði ég, meira í gríni en alvöru, að ef að ég myndi ekki fá starfið myndi ég gerast atvinnuperri!
Ég fékk ekki starfið, því miður. En ákvað þá í kjölfarið að gerast barasta atvinnuperri. Ég var búin að segja það fullum fetum. Þannig að undanfarið er ég búin að vera að dunda mér við að búa til blindfold og hálsólar og stefni á að selja handverk mitt til perra um víða veröld í gegnum etsy.com. 
Í dag lagði ég til að mynda lokahönd á þessa hálsól og er mjög ánægð með hana, þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég blanda saman efnum á þennan hátt. 



Ég er með margar hugmyndir í maganum og nóg af tíma til að eyða í þessa iðju mína. Gallinn er að efnið er helst til dýrt, svo það kemur fljótlega að því að dótið þarf að seljast til að ég hafi efni á því að halda áfram. 

Ef að ykkur langar í sérsmíðaðar ólar, blindfold, drekatungur eða hafið hugmynd að einhverju skemmtilegu þá megið þið endilega hafa samband og hver veit nema ég geti ekki græjað það fyrir ykkur. 


Ummæli

Vinsælar færslur