Draumadrengir

Ég hef oft og iðullega haldið því fram að ég sé demi-sexual, það er, ég þarf að hafa myndað einhverja persónulega tengingu við mótleikarann áður en það kemur til þess að við gerum eitthvað saman. Í rauninni hvort sem um ræðir BDSM en kynlíf. Tengingin þarf ekki að vera sterk eða byggja á einhverju svaka stóru tilfinninga hrifingar dæmi. Í grunninn þá þarf mér bara að líka vel við manneskjuna og langa að gera eitthvað með henni. Að sama skapi vil ég bara vera með manneskjum sem vilja vera með mér, af því að ég er ég, en ekki af því að ég er einhver sem gæti uppfyllt þarfir þeirra.

Um daginn fór ég á tónleika með vinkonu minni. Uppi á sviði stóðu fimm ungir karlmenn og sungu fyrir lýðinn. Ég gerði auðvitað það sem ég geri alltaf og skoðaði hvern þeirra í krók og kima. Hver var sætastur, myndarlegastur, best klæddur, bar sig best, áhugaverðastur og mest eggjandi.
Eftir nokkur lög komst ég að þeirri niðurstöðu að þeir voru tveir í þessum hóp sem höfðuðu mikið til mín.
Annar var ferlega sætur hávaxinn maður með íslenska alskeggið og leikræna hæfileika. Hann virkilega naut sín við túlkun laganna og gaf mikið af sér. En hans rödd er hærri en mín!! Ef að við tvö myndum einhverntíman taka dúett saman, þá væri hann konan og ég karlinn.
[Fyrir þau ykkar sem vita eitthvað um söng og tónfræða þá er ég með mjög djúpa rödd. Ég get vel verið contra-alt. Hann hinsvegar gæti vel verið sópran. Hann náði talsvert hærra en ég, ekki áttund neðar eins talað er um að karlmenn syngi miðað við konur, heldur í réttri áttund.]
Ég væri vel til í að syngja með honum. En eitthvað kynferðislegt.... njah.
Þarna fékk ég staðfestingu á því að ég tengi djúpar raddir karla við karlmennsku. Því dýpri sem röddin er, þeim mun meira eggjandi og karlmannlegri eru þeir í mínum huga.

Þá kemur einmitt að hinum. Hann stóð á hinum endanum, miðað við kauða númer eitt. Hann var dökkhærður, með vel snyrt skegg og ákaflega vel klæddur. Ekki skemmir fyrir að hann var mjög myndarlegur. Hann hafði líka virkilega djúpa, seiðandi og eggjandi bassarödd. Hún var hljómmikil og fögur og hann naut sín jafnvel enn meira en kauði númer eitt við söngin. Hann gaf sig allan í sönginn og eftir fjórða lagið á efnisskránni var ég heilluð upp úr skónum.
Ég hugsa að frá sviðinu séð hafi augu mín verið orðin hjartalöguð og staðið á stilkum. Ég tók að minnsta kosti eftir því að hann tók eftir því að ég var farin að slefa yfir honum, og ég held að það hafi ekki verið út af pollinum á gólfinu.
Eftir hlé stóð ég sjálfa mig oftar en einusinni að því að láta mig dreyma um að renna fingrum mínum í gegnum skeggið hans, finna varir hans narta í mig og heyra seiðandi orð hvíslað í eyra mér með þessari djúpu flottu rödd. Það gekk meira að segja svo langt að ég fann geirvörturnar taka við sér og hrollur fór um mig....
Á þeirri stundu hefði ég verið til í að leggja til hliðar allar hugmyndir mínar um minn eiginn demi-sexualleika og mæla mér mót við hann hvar sem hann gisti í bænum.

Auðvitað vildi ég meina að ég hafi verið svona heilluð vegna þess hve fagur söngurinn var.
En vitum við ekki betur?


Ummæli

Vinsælar færslur