Samþykki og te

Samþykkisumræðan hefur verið mikið uppi á borði undanfarið. Reyndar hefur borið mikið á henni undanfarin ár, svona ef að út í það er farið.
Margir virðast samt ekki eiga auðvelt með að átta sig almennilega á þessu hugtaki. Ég rakst á þetta myndband á veraldarvefnum sem skýrir þetta út á mjög einfaldan máta. Allir ættu að skilja þetta og geta tengt við.

Í staðinn fyrir að hugsa þetta sem svo að þú sért að óska eftir kynlífi eða BDSM leik, eða sambland af báðu, skaltu ímynda þér að þú sért að bjóða viðkomandi upp á te. 
Þú segir: Hey, viltu te? Ef að viðkomandi bregst vel við og segir já endilega, ég væri meira en til í tebolla. Takk fyrir. Þá veistu að hann vill te. 
-Ef að viðkomandi segir: jaa... æjj, ég veit ekki. Þá geturu farið og úbúið tebollann fyrir hann, en það gæti verið að hann myndi ekki drekka teið. Ef að viðkomandi drekkur ekki teið, þá máttu undir engum kringumstæðum neyða viðkomandi til að drekka teið. Þó svo að þú hafir úbúið yndælis bolla af tei fyrir viðkomandi, þá áttu ekki rétt á því að horfa á viðkomandi drekka það. 
-Ef að viðkomandi segir nei takk. Ekki græja te fyrir hann, það er svona einfalt. Ekki neyða viðkomandi til að drekka te og ekki verða fúll yfir því að viðkomandi vilji ekki te. 

Verið getur að viðkomandi segi já takk, ég þygg bolla af tei en þegar teið er komið á borðið þá langar viðkomandi ekki lengur í það. Að sjálfsögðu er það svolítið svekkjandi, þar sem þú ert búinn að græja teið, Viðkomandi er samt ekki skuldbundinn því að drekka teið. Fólk má skipta um skoðun. Kannski langaði það í te áðan en ekki lengur. Það er samt ekki þar með sagt að þú eigir einhvern rétt á því að horfa á hann drekka teið sem þú græjaðir fyrir hann. 

-Ef að viðkomandi er meðvitundarlaus. Ekki gera ráð fyrir því að viðkomandi vilji te. Meðvitndarlaust fólk vill ekki te og það getur ekki svarað spurningunni hvort það vilji te ef að þú spyrð. Þannig að þú skalt ekki græja te fyrir meðvitundarlausa manneskju. Hinsvegar skaltu ganga úr skugga um að viðkomandi sé öruggur. 
-Ef að viðkomandi var með meðvitund þegar þú spurðir hvort hann vildi te, og hann þáði það, en hefur einhverra hluta vegna lognast út af á meðan þú varst að græja teið skaltu ekki undir neinum kringumstæðum hella því upp í munninn á honum og neyða hann til að drekka teið. Hann vildi teið áðan, en staðreyndin er sú að meðvitundarlaust fólk vill ekki te! Þá skaltu bara ganga úr skugga um að viðkomandi sé öruggur og hætta að spá í að koma tei ofaní hann að svo stöddu. 
-Ef að viðkomandi vildi teið, fékk það upp í hendurnar og var byrjaður að drekka það, en lognast út af áður en hann náði að klára teið. Ekki hella því upp í hann og neyða hann til að klára úr bollanum. Fjarlægðu bara teið og gagtu úr skugga um að viðkomandi sé öruggur. Enn og aftur, meðvitndarlaust fólk vill ekki te. 

-Ef að einhver drakk með þér te síðasta laugardag, er ekki þar með sagt að viðkomandi vilji drekka te með þér öllum stundum. Viðkomandi vill ekki að þú bankir upp á heima hjá sér, græjir te og neyðir hann til þess að drekka það með þessum orðum Já, en þú vildir te í síðustu viku
-Ef að einhver drakk te með þér kvöldinu áður er ekki í lagi að vekja viðkomandi með því að hella tei upp í munninn á honum og neyða hann til að drekka það með orðunum En þú vildir te í gærkvöldi!

Ef að þú getur skilið hversu fáránlegt það er að hella tei upp í fólk og neyða það til að drekka það og þú getur meðtekið það ef að fólk vill ekki te, þá ættiru að geta yfirfært það yfir á kynlíf eða BDSM leiki. Þarna gildir sama lögmálið. Hvort sem um er að ræða te, kynlíf, BDSM eða hvað annað, þá skiptir samþykki höfuðmáli.

Ummæli

Vinsælar færslur