Sóðastelpa

Í morgun þegar ég vaknaði var ég í undarlegu skapi. Mig langaði að gera eitthvað sem væri extra... sóðalegt. Mig langaði að vera svolítil drusla.
Ég átti að mæta á mannamót upp klukkan 11:00 á ónefndum stað. Tækifærin voru ekki mikil til að druslast eitthvað en til að fá örlitla útrás í þessa veru ákvað ég að vera nærbuxnalaus undir kjólnum sem ég var í. Ég var líka sokkabuxnalaus. Í rauninni var ég bara klædd í tvær flíkur, brjóstahaldara og kjól.
Þegar ég labbaði út í bíl fann ég að efnið í kjólnum var næfurþunnt, eilítið þynnra en ég hafði gert ráð fyrir. Á leiðinni á mannamótið hvarflaði það að mér að ef til vill hefði verið sniðugt að stinga einu pari af nærbuxum ofaní töskuna til öryggis. Það var hinsvegar full seint að spá í það, svo ég varð að sætta mig við að sú ákvörðun mín að vera nærbuxnalaus á mannamótinu væri óhagganleg.
Allan tíman var ég mjög meðvituð um nærbuxnaleysi mitt. Þegar pilsið flaksaði til á kjólnum mínum, þegar ég settist í sófann og pilsið dróst upp yfir hné, þegar mér var litið á fólkið sem sat gengt mér, ef að ég myndi glenna í sundur fæturna gætu þau vel séð að ég væri ósiðsamlega klædd. Ég fann kjólefnið við mína helgustu staði og ég hef sjaldan fundið jafn mikið fyrir fötunum sem ég var klædd í.
Ég lifði daginn af, enginn fattaði að ég var berrössuð undir kjólnum, en ég naut mín í botn. Ég fékk að minnsta kosti smá útrás fyrir það sem mig vantaði.

Ummæli

Vinsælar færslur