Kynhneigðir

Ég sit hérna með tölvuna í fanginu. Í hinum glugganum rúllar þáttur og í þættinum eru tvær konur að kyssast af ástríðu. Þær fara saman inn á almenningssalerni og það er látið sterklega í ljós að þær séu ekki að fara að pissa.
Í huga mér skaut upp einni af fantasíum mínum. Mig langar að vera táldregin af lesbískri konu. Hún er rosalega æst í mig og lætur mig varla í friði. Hún talar um að geta veitt konu unað sem enginn karlmaður getur og einhvernveginn enda ég í rúminu hennar það kvöldið.
Málið er samt að ég er mjög karlkynhneigð. Ég laðast mun meira að karlmönnum en kvenmönnum. En það hefur komið fyrir að ég hafi verið með konu, fleiri en einni og fleiri en tveimur.
Umræðan undanfarið hefur verið á þá leið að kynhneigð sé ekki fasti. Maður hakar ekki bara í eitt box og þar með er það komið. Kynhneigðin getur sveiflast til og frá. Það getur verið dagamunur á manni, einn daginn er ég til í gangbang með fullt af gröðum körlum, annan dag vill maður bara innilegt og ljúft kynlíf með kærastanum, þriðja daginn er maður ef til vill meira en til í að leika með konu. Maður myndi sennilega fúlsa við konunni á gangbang deginum því þá er hugurinn bara við karlanna.
Það getur verið árstíðabundinn munur á manni, maður tekur kannski rispur á vorin, eins og virðist vera hjá mér. Svo upplifir maður lægð ef til vill lægð þegar skyggja tekur....

Mér finnst þetta mjög áhugaverð nálgun á kynhneigðum, að þær séu á rófi en ekki fasti, að þær séu síbreytilegar og lifandi. Ég segi að ég sé mjög karlkynhneigð, en með því að segja mjög karlkynhneigð, þá þýðir það jafnframt að ég sé ekki eingöngu karlkynhneigð, heldur mögulega smá kvenkynhneigð líka, eða kannski bara smá pankynhneigð.
...eða bara trysexual og til í að prófa allskonar allskonar einusinni, tvisvar, þrisvar eða oftar.

Ummæli

Vinsælar færslur