Náttúrulega drottnandi menn

Í fyrradag hitti ég drottnandi karlmann. Það er samt ofureinföldun á því sem átti sér stað. Ég var í hópi fólks og þar á meðal var þessi maður. 
Eitthvað var ég óákveðin og var að vandræðast eitthvað. Eftir að ég hafði tvístigið þarna í smá stund tók hann af skarið og sagði mér frekar ákveðið hvað ég ætti að gera. Í kjölfarið þá gerði ég það bara. Það var ofureinfalt í sjálfu sér, ég tók bara annan af tveimur valkostum. 
Þetta örlitla athæfi snerti samt einhvern streng innra með mér. Ég fann hversu gott það var að gera bara það sem mér var sagt að gera. Hvað það var gott að vera stýrt svona, að valdið væri tekið af mér, þó svo það sé ekki nema í smá stund. Þetta var bara örlítið hversdagslegt athæfi sem veitti mér samt smá útrás fyrir undirgefnina í mér. Ég held ég hafi saknað þess svolítið og mér finnst vera kominn tími til að leita aftur á þessar slóðir. 

Ummæli

Vinsælar færslur