Rífandi stolt

Undanfarið hef ég verið að lesa gamlar færslur. Mér finnst mjög gaman að sjá hver þankagangurinn hefur verið hjá mér og hversu mikið eða lítið hann hefur breyst. Ennþá á ég mér fantasíuna um gang-bang og fantasíuna um að vera lánuð af herra mínum. Ég hef skrifað reglulega um þessar tvær frá upphafi en hef ekki ennþá látið úr þeim rætast.
Ég hef líka rekist á færslur sem valda því að mig langar helst að stinga hausnum í sandinn og sverja það af mér að ég hafi látið svona hluti út úr mér. Hinsvegar dæmast þær færslur á yngri aldur og minni þroska en ég bý yfir í dag. 

Ég rakst áðan á færslu síðan í ágúst árið 2009. Í þeirri færslu útlista ég þá kosti sem mögulegur undirgefinn leikfélagi þyrfti að búa yfir. Þegar ég var að lesa hana yfir varð mér að sjálfsögðu hugsað til píslargerpisins míns. Ósjálfrátt fór ég að haka við þá kosti sem hann býr yfir út frá færslunni. 

-Einhver sem ég get talað við og notið þess að umgangast og tala við. Það er naumast að ég ætlaði að tala mikið, en já, þetta á við um píslargerpið. 

-Einhvern sem ég hlakka til að fá í heimsókn og elska að leika við. Ég tel niður dagana þangað til ég fæ hann næst í heimsókn. 

-Einhvern sem getur verið inni á heimilinu mínu og það er ekki óþæginlegt, heldur bara notarlegt. Passar.

-Einhvern sem er tilbúinn að prófa og ræða hugmyndir og möguleika. Það er sko ekki vandamál. 

-Einhvern sem er tilbúinn að skuldbinda sig mér og mér einni. Jasko... Skuldbundinn mér er hann en líka fleirum þar sem hann er fjölelskandi einstaklingur og mér dettur ekki í hug að taka það af honum. 

-Viðkomandi verður líka að hafa húmor, sjálfstraust, vera vel að máli farinn, helst svolítill masokisti og hafa ríka þjónustulund. Passar og hann er miklu meira en svolítill masókisti.

-Viðkomandi má ALLS EKKI hafa ofnæmi fyrir dýrum... Og það hefur hann ekki heldur.

-...eða vera í sambandi. Þar sem að allir sem hlut eiga að máli eru sáttir við fyrirkomulagið, þá skiptir þetta atriði ekki máli. 

-Mikill kostur ef viðkomandi hefur bíl til umráða. Sem hann hefur.

Ég get ekki annað en brosað í kampinn yfir þessari uppgvötun minni. Ég er ekki frá því að ég hafi fundið drauma subbinn minn. Tja... eða hann mig. 

Ummæli

Vinsælar færslur