Undanfarið hef ég verið frekar langt niðri. Venjulega þá deyr öll löngun í kynlíf og gredda, í hvaða mynd sem er, hverfur þegar ég er í þunglyndiskasti.
Það er ekki alveg satt samt. Mig langar til að langa. Ég er stundum full af löngun í kynlíf, en kynlöngunin og líkamlegu viðbrögðin eru víðsfjarri. Hugmyndin um kynlíf er alltaf jafn heillandi þó svo að löngunin í framkvæmdina sé ekki til staðar.
Í nýlegum lægðum hefur þetta ekki verið með þessum hætti. Ég hef verið langt niðri og liðið illa en á sama tíma hefur greddan kítlað mig. Stundum hefur það verið smá seiðingur innra með mér, öðrum stundum kraumar hún rétt undir yfirborðinu.... En þetta er alveg nýtt fyrir mér. Ég komin út fyrir þægindaramman og veit ekki alveg hvað ég á að gera við þetta.
Það er spurning hvort að gott kynlíf með sjálfum sér eða öðrum virki ekki ágætlega til að koma manni upp úr lægðunum?

Ummæli

Vinsælar færslur