viðmiðunarspurningar fyrir leik
Ég sat fund um daginn þar sem grunnreglur BDSM voru lagðar fyrir. Út á hvað það snýst, munurinn á BDSM og ofbeldi og allt þetta venjulega þegar BDSM er kynnt fyrir nýliðum og hinum almenna borgara.
Sá sem sá um kynninguna gerði það lista vel. Hann tók dæmi um hluti sem þurfa að liggja fyrir áður en að leik kemur.
Sá sem sá um kynninguna gerði það lista vel. Hann tók dæmi um hluti sem þurfa að liggja fyrir áður en að leik kemur.
Leikfélagar þurfa að vita hvort að það sé eitthvað sem þarf sérstaklega að taka tillit til, líkamlega sem og andlega. Leikfélagar þurfa að þekkja mörk hvors annars, takmarkanir og langanir. Leikfélagar þurfa að koma sér saman um þá línu sem á að vinna eftir og hvert markmið leiksins er. Það er sem sagt margt sem þarf að huga að.
Þannig að ég setti saman þennan mjög ófullkomna, en má hafa til hliðsjónar, lista.
Fyrir leik - þegar samningar eiga sér stað.
Þegar að hann þuldi þessa ræðu upp fór ég að velta fyrir mér hvort það væri ekki gott ef að til væru viðmiðunarspurningar fyrir fólk að vinna eftir.
Þannig að ég setti saman þennan mjög ófullkomna, en má hafa til hliðsjónar, lista.
Fyrir leik - þegar samningar eiga sér stað.
-Hvar liggja þín mörk? Bæði drottnandi og undirgefnir einstaklingar hafa mörk. Þau þurfa að vera skýr og allir aðilar leiksins þurfa að vita hvar þau liggja.
-Er eitthvað sem gæti triggerað vanlíðan? Ég hef heyrt um allskonar hluti sem geta kollvarpað leikjum. T.d. röng tónlist.
-Ertu að glíma við einhver ofnæmi? Það er alltaf gott að hafa þetta á hreinu, þó svo að ofnæmið sé bara fyrir glúteni eða nikkeli, maður veit aldrei hvert leikurinn getur farið.
-Hvernig ertu á þig komin líkamlega? Það er gott að vita að fólk sé í rosa góðu formi. Það er enn betra að vita ef að fólk er ekki vel á sig komið líkamlega, sé að glíma við vöðvabólgu eða verki einhverskonar. Þá er hægt að taka tillit til þess og leikurinn verður ánægjulegri fyrir vikið.
-Ertu að glíma við einhverja líkamlega kvilla eða sjúkdóma? Það er nauðsynlegt að þetta sé rætt. Hjá mér á þetta til að gleymast og ég hef tvisvar hafið leik án þess að segja leikfélaganum frá viðkvæma blettinum við aðra öxlina eða að fæturnir á mér séu mis langir. Í bæði þessi skipti hafði þetta talsvert að segja með framgang leiksins.
-Hvernig ertu á þig komin andlega? Það er gott að vita að fólk sé vel á sig komið andlega, geti vel tekist á við óvissuástand og stress. Það er hægt að gera mjög skemmtilega hluti með þannig fólki. Það er hinsvegar nauðsynlegt að vita ef að svo er ekki. Ef að maður er viðkvæmur, óöruggur, þolir illa að vera brugðið eða vera hræddur þá þarf leikfélaginn að vita af því. Það er vel hægt að gera mjög skemmtilega hluti með þannig fólki líka, en það byggir á því að maður viti þessa hluti.
-Ertu að glíma við einhverja andlega kvilla eða sjúkdóma? Það er mjög gott fyrir báða leikfélaga að vita um allt svoleiðis. Sum andleg veikindi geta haft veruleg áhrif á leikinn, á meðan önnur gera það lítið sem ekkert. Ef að allir aðilar eru meðvitaðir um þá, þá er hægt að leika í kringum þá og koma í veg fyrir óþarfa vandamál.
-Hvaða væntingar hefuru til leiksins og hvað viltu fá út úr honum? Það getur verið gott að leggja höfuðið í bleyti og velta þessu svolítið fyrir sér. Ef að leikfélaginn veit hvaða væntingar maður er með, þá er auðveldara að vinna með það. Ekki satt?
Samdægurs spurningar
Samdægurs spurningar
-Hvernig er dagsformið í dag? Sé leikfélaginn illa sofinn, búinn að borða mikið eða lítið, pirraður, illa stemmdur út af vinnunni eða fjölskyldunni eða hvað sem er, þá getur það haft veruleg áhrif á leikinn.
-Hvernig ertu stemmdur fyrir leiknum? Ef að fólk er vel stemmt getur það gert meira en ef að það er illa stemmt. Fólk getur líka verið kviðið, uppspennt, fullt af tilhlökkun og/eða með miklar væntingar sem taka þarf tillit til.
-Er eitthvað sem þarf að taka sérstaklega tillit til? Kannski svaf viðkomandi í vondri stellingu og er með ferlegan hálsríg sem leikfélaginn þyrfti að taka tillit til.
Eftir leik spurningar:
Þessar spurningar finnst mér mikilvægastar ef markmiðið er að byggja upp BDSM leiksambandið og þróa það áfram. Ég þarf alltaf tíma til að melta leiki, svo það er ekki hægt að spyrja mig að þessu strax eftir leik. Tveimur dögum seinna er hin fullkomna tímasetning fyrir mig. Ég er þá yfirleitt ennþá frekar hátt uppi eftir leikinn, en samt búin að fá tíma til að melta og fara yfir leikinn í huganum.
-Hvernig eldist leikurinn? Sumt er geggjað þegar það á sér stað, en kannski ekki svo eftirá.
-Hvað varstu að fíla í leiknum?
-Hvað hefði mátt betur fara, eða öðruvísi? Þetta er lykilspurning! Því sá undirgefni hefur kannski skoðanir á hlutum sem domminn var ekkert að spá í. Kannski var hitastigið í rýminu ekki rétt, mögulega var púðinn sem sá undirgefni var látinn krjúpa á óþægilegur, ef til vill voru 15 mínútur í góðu lagi í ákveðinni stellingu, en 25 aðeins of lengi, en samt ekki það lengi að það var ástæða til að stoppa leikinn. Sumir segja að þetta séu hlutir sem má benda á í leiknum, en oft dregur það mann úr hugarástandinu sem maður er að sækjast eftir.
-Hvað viltu gera aftur, meira af eða öðruvísi? Hérna er hægt að opna á umræðuna hvað væri hægt taka úr þessum leik til að byggja á. Kannski viltu 150 klemmur næst, en ekki bara 80....
Þessar spurningar finnst mér mikilvægastar ef markmiðið er að byggja upp BDSM leiksambandið og þróa það áfram. Ég þarf alltaf tíma til að melta leiki, svo það er ekki hægt að spyrja mig að þessu strax eftir leik. Tveimur dögum seinna er hin fullkomna tímasetning fyrir mig. Ég er þá yfirleitt ennþá frekar hátt uppi eftir leikinn, en samt búin að fá tíma til að melta og fara yfir leikinn í huganum.
-Hvernig eldist leikurinn? Sumt er geggjað þegar það á sér stað, en kannski ekki svo eftirá.
-Hvað varstu að fíla í leiknum?
-Hvað hefði mátt betur fara, eða öðruvísi? Þetta er lykilspurning! Því sá undirgefni hefur kannski skoðanir á hlutum sem domminn var ekkert að spá í. Kannski var hitastigið í rýminu ekki rétt, mögulega var púðinn sem sá undirgefni var látinn krjúpa á óþægilegur, ef til vill voru 15 mínútur í góðu lagi í ákveðinni stellingu, en 25 aðeins of lengi, en samt ekki það lengi að það var ástæða til að stoppa leikinn. Sumir segja að þetta séu hlutir sem má benda á í leiknum, en oft dregur það mann úr hugarástandinu sem maður er að sækjast eftir.
-Hvað viltu gera aftur, meira af eða öðruvísi? Hérna er hægt að opna á umræðuna hvað væri hægt taka úr þessum leik til að byggja á. Kannski viltu 150 klemmur næst, en ekki bara 80....
og síðast en ekki síst...
-Hvenær eigum við að taka næsta leik? ;)
Ummæli
Á einhverjum tímapunkti gæti þurft að stöðva leikinn. (hvort sem það er með safe-word, eða ekki....)
Hvernig sem best er að orða það..... Kannski best með safe-word?
En ég lærði það líka á sínum tíma að það er ekki nóg að hafa öryggisorðið eitt og sér. Heldur þarf það líka að vera skýrt hvað gerist eftir að það er notað.
Ég skrifaði heila færslu um árið akkúrat um það. Hún er hér: https://kynlifiollumsinummyndum.blogspot.com/2021/06/oryggisor-og-hva-svo.html