Heimavinna

Ég fékk það verkefni fyrir skemmstu að skrifa niður allar þríleikslanganir mínar. Þær sem væru gerlegar í nálægri framtíð.

Í fyrstu virtist verkefnið vera einfalt....
Eða sko, verkefnið var að hripa niður þá þríleikshugmynd sem ég væri til í að framkvæma á næstunni. Það er að segja: Eina hugmynd, hina einu sönnu hugmynd, eða eina fantasíu um þríleik. En málið er bara ekki svo einfalt. Ég er nefninlega með nokkrar þríleiksfantasíur sem hver um sig hefur sína sérstöðu.

Fyrsta hugmyndin
Rólegur leikur með tveimur karlmönnum. Allt yfirbragð leiksins byggir djúpri nautn og hægum atlotum. Enginn hávaði, læti eða hamslausar ríðingar. Þeim mun meira af unði, ljúfum snertinum og... fullnægingum fyrir mig. Ég hef gert svona og það var unaðslegt.

Önnur hugmynd
Trekanntur með valdasnúningi. Þessi hugmynd byggir á því að ég sé undirgefin og mögulega hlutgerð. Mitt hlutverk er að gera allt sem þeir segja mér að gera, eða taka á móti öllu því sem þeir hafa að bjóða mér. Yfirbragð leiksins er þá hrárra og gengur út á svala frumstæðum fýsnum.

Þessi hugmynd getur farið í nokkrar áttir. a) Mínar þarfir skipta ekki máli og þeir nota mig bara til að svala sínum losta. Ég er algerlega hlutgerð og þeirra að leika sér að. b) Ég er undir öðrum aðilanum og hann leyfir hinum að nota mig eftir sínu höfði og gerir það sjálfur. Hann gæti stjórnað leiknum á einhvern skemmtilegan máta. c) Þeir eru báðir jafnháir og leika sér báðir að mér og mínum viðbrögðum. d) Þeir taka mig með valdi.

Þriðja hugmynd
Þríleikur sem gengur út á að svala lostanum. Einfaldur þríleikur þar sem hver um sig reynir að hámarka eigin nautn sem og annarra. Ástríðan er við völd og frumstæðar hvatir fá að ráða framgangi mála. Allir aðilar hátt stemmdir og öll tækifæri nýtt til að gera gott enn betra. Ég hef líka gert svona og það var... mmm.... æði.

Fjórða hugmyndin
Þríleikur með öðru vísi valdasnúningi. Í þessari hugmynd er ég drottnandi aðili í leiknum. Hugmyndin byggir á því að einn einstaklingur er neðstur í virðingarröðinni og þarf að gera það sem við hin segjum honum, eða bjóðum honum að gera.

Eins og með aðra hugmyndina þá getur þessi líka farið í nokkrar áttir. a) Ég er yfir einum en undir öðrum. Þar af leiðandi stjórnar sá aðili sem er á toppnum okkur hinum. Ég get sjálf notað þann sem er undir mér mér til ánægju, en þarf að hlýða og fylgja því sem hinn aðilinn segir. b) Ég er yfir öðrum þeirra en ég og hinn aðilinn stöndum jafnfætis. Við getum þá leikið okkur að þeim þriðja eftir okkar hentisemi. Það má nota hann eða niðurlægja, gera hann graðann og láta hann ekki fá útrás, eða nýta hann sem verkfæri í að auka unað okkar hinna. c) Ég er yfir þeim báðum og þeirra hlutverk er að sinna mér og mínum þörfum kynferðislega eftir bestu getu. Ef þeir standa sig vel gætu þeir kannski fengið sína kynferðislegu útrás. (Þessi síðasta er mjög óraunhæf í ljósi aðstæðna.)

Ég hugsa að ég láti hann bara um að velja hverja af þessum hann myndi vilja framkvæma. Ég get ómögulega valið, því mér finnst þær allar hafa eitthvað að bera sem mig langar í.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hljómar allt saman unaðslegt.

Elska bloggið þitt

Vinsælar færslur