Nektarkaffi

Ég held ég hafi ekkert skrifað um nektarkaffi að ráði, heldur rétt minnst á það í hjáverkum í öðrum færslum.
Ég hef fengið margar spurningar varðandi nektarkaffið. Aðallega þó út á hvað þetta gengur.
Þetta er ekkert svo flókið fyrirbæri. Perralingar hittast, fækka fötum og fá sér kaffi saman og ræða heimsins gagn og nauðsynjar. Eða sko... ekki alveg heimsins gagn og nauðsynjar.

Ég hef haldið nektarkaffi þrisvar. Í fyrsta skiptið vorum við bara tvö. Hugmyndin var hans og ég sló til. Mér fannst þetta svo öðruvísi og skemmtilegt að ég sagði öllum sem heyra vildu frá því hvað stæði til. Að sötra kaffi saman, nakin. Fólk sýndi þessu mis mikinn áhuga en nokkrum fannst þessi hugmynd snilldin ein og vildu endilega fá að vera memm ef að það ætti að endurtaka athæfið.
Ég og hinn nektarperrinn lögðum höfuðið í bleyti og ákváðum að hafa ferlega fínt og flott fyrirkomulag á þessu. Maður er jú ekki tilbúinn til að fækka fötum fyrir framan hvern sem er....
Sérvöldum einstaklingum var boðið í næsta nektarkaffi og við vorum ein sjö eða átta. Við sátum ferlega settleg í stofunni minni, hvert um sig með heitan drykk við hönd. Ég bauð fólkinu svo upp á köku sem ég hafði svo haglega keypt fyrr um daginn. Þar sem að aðstæðurnar voru heldur óhefðbundnar þá var spjallið það líka. Við ræddum okkar fyrstu reynslu á kynferðislega sviðinu, hápunkta og lágpunkta og allt þar á milli. Þegar leið á kvöldið kom það í ljós að einn hafði tekið dótatöskuna sína með og annar var meira en til í að vera tekinn í bakaríið. Þar sem við vorum öll BDSM-lega sinnuð höfðum við ekkert á móti slíku athæfi. Við sátum í sófanum og horfðum á einn lemja annan með þartilgerðum áhöldum listilega vel. Fljótlega eftir þetta var kvöldið búið að renna sitt skeið og fólkið hélt heim á leið.
Þriðja nektarkaffið átti að halda með pompi og prakt nokkrum vikum seinna. Það hinsvegar æxlaðist þannig að fólk ýmist komst ekki eða forfallaðist í hrönnum, svo þegar upp var staðið vorum við þrjú. Þar sem fordæmi var komið fyrir því að það þyrfti aðeins tvo til að halda nektarkaffi var ekkert til fyrirstöðu að vera bara þrjú. Megnið af kvöldinu fór í að ræða sameiginlegt áhugamál hinna tveggja sem komu. Mér fannst ég vera pínulítið útundan, þar sem þetta var ekki eitt af mínum fjölmörgu áhugamálum. Ég lærði hinsvegar eitt og annað um eitt og annað og er margsfróðari fyrir vikið. Við vorum öll þrjú perralingar og eitt okkar hafði komið með viðeigandi perrabúnað. Þar með var okkur ekki til setunnar búið og ég fékk yndælis hýðingu og dýrindis kúr í lok kaffiboðsins. Ég vil taka það fram hér og nú að BDSM leikir eru ekki nauðsynlegur partur af nektarkaffi. Hugmyndin er að drekka kaffi, nakin, í góðra vina hópi. Það hefur hinsvegar æxlast þannig að leikið hefur verið í þessum hittingum þar sem allir nærstaddir höfðu ekkert á móti því að nýta tækifærið.

Það tók mig smá tíma að átta mig á því gildi sem þetta fyrirkomulag hefur fyrir mig, og sennilega aðra líka. Við erum þarna saman komin, hvert um sig allsnakið og högum okkur eins og venjulegt fólk.
Það er ekkert kynferðislegt í gangi, það er enginn að ríða neinum, það er enginn að totta neinn eða reyna að æsa einhvern annan upp úr skónum. Ef að einhver skyldi örvast kynferðislega, þá er það bara í góðu lagi. Það hefur sést til lims í fullri reisn og stinnra geirvarta en það er bara partur af því að vera mannlegur.
Með þessu móti þá erum við líka búin að taka niður þá brynju sem við berum á hverjum degi, sem að auðveldar okkur að fela okkur sjálf eða fegra okkur á einhvern máta. Við höfum ekki fötin til að bera fyrir okkur. Við getum ekki tjáð okkur með klæðnaðinum, eins og fólk gerir. Við getum ekki falið lýtin. Við getum ekki farið í brjóstahaldarann sem heldur brjóstunum upp við höku og lætur þau líta út fyrir að vera stinn og fyllt. Við getum ekki verið í aðhaldsfatnaðinum eða korsettum sem laga útlínurnar og fela fellingar. Við getum ekki heldur verið í sokkabuxum sem ýta maganum inn og rassinum út, til að móta líkamann inn í eitthvað samfélagslega viðurkennt og staðlað mót. Við getum ekki hulið örin, appelsínuhúðina, æðahnútana eða slitförin. Við erum bara við! Nákvæmlega eins og við erum. Það er ekkert sem við getum hulið eða fegrað.

Það sem meira er, við tökum hvort öðru nákvæmlega eins og við erum. Við gagnrýnum ekki einn eða neinn, við setjum ekki út á eða bendum á lýti eða vankanta. Glansmyndin er fjarlægð og það er allt í lagi! Það sjá allir hvernig maður er innanundir fötunum og allir taka því sem sjálfsögðum hlut.
Öll erum við einstök eins og við erum. Einn er feitur, annar mjór, hinir þar á milli. Einn er hávaxinn, annar lágvaxinn, restin er þar á milli. Ein er með stór brjóst, önnur er með lítil, ein með litlar geirvörtur, önnur stórar. Einn er með lítið tippi, annar stórt.... Öll erum við mannleg.

Það að vera tekið svona, nákvæmlega eins og ég er, berskjölduð og með ekkert til að fela mig á bakvið, (ekki einusinni kynferðislega spennu) er ein mesta viðurkenning sem ég hef fengið!
Það skiptir þá ekki máli hversu mikið ég laga línurnar með aðhaldsfatnaði, brjóstahöldurum, korsettum. Í hversu fín eða flott föt ég fer. Ég veit að það er fólk þarna úti sem tekur mér eins og ég er undir þessu öllu saman og líkar það vel!

Ummæli

Vinsælar færslur