Upplifun

Ég sá tölur einhversstaðar um að fólk upplifi sama leikinn mjög mismunandi. Þarna var verið að vísa í BDSM leiki. Undirgefnir upplifa hitt og þetta sterkar en drottnandi einstklingar. Drottnandi fólk upplifir svo eitthvað mun sterkar en þeir undirgefnu. Allt í sama leiknum.
Ætli það gildi ekki það sama um hefðbundið kynlíf? Ég hef ekki skoðað það neitt sérstaklega og alls ekki á einhvern vísindalegan máta, svo ég hef engar heimildir fyrir því sem ég er að skrifa um, aðrar en mína eigin upplifun.

Um daginn átti ég yndislega stund með yndislegum manni. Kynlífið var í hæsta gæðaflokki og við bæði nutum okkar í botn. Hann þó meira en ég.
Eftir kúrið og keleríið ræddum við málin. Hann var í skýjunum og hafði orð á því hversu frábært þetta hafði nú verið hjá okkur. Þetta var eitthvað nýtt, eitthvað sem ekki hafði verið gert áður, það var gott og það virkaði. Hann lét móðann mása á þessa leið góða stund.
Ég gladdist fyrir hans hönd, jújú, þetta var vissulega kynlíf í hæsta gæðaflokki en samt upplifði ég það ekki jafn mikið og sterkt og þessi ágæti maður. Ef að ég hefði verið spurð um mína upplifun hefði svarið verið eitthvað á þá leið að þetta hafi verið gott kynlíf, nýtt prófað og allt gengið að óskum. Ég myndi samt seint kalla þetta eitthvað brjálæðislega svakalega gott og langt fyrir ofan þann gæðastaðal sem venjulega er miðað við. Ég myndi segja að þetta skiptið fengi einkunn upp á 8. Ef að hann hefði verið spurður þá hefði hann eflaust sagt að þetta hafi verið framúrskarandi gott og alveg hreint frábært kynlíf. Langt yfir meðallagi. Einkunnin væri eflaust í kringum 9,5 ef ekki hærri. 

Út frá þessu þá ætla ég að leyfa mér að álykta sem svo að jafnleg þó kynlífið sé á vanillulínunni, þá er upplifun þeirra einstaklinga sem koma að því mismunandi eins og einstaklingarnir eru margir. 

Þegar ég hugsa enn meira út í þetta, þá eru þetta sjálfsögð sannindi -eins og kennarinn minn orðaði það forðum daga. 

Ummæli

Vinsælar færslur