ílöngun

Ég kannast við þennan mann. Hann er stór og mikill í vexti, ákveðinn í fasi en það er ávallt stutt í brosið. Hann er talsvert eldri en ég, reyndari og er mjög framalega á sínu sviði. Hann er með hlátur sem auðvelt er að dragast inn í og árvökul augu.
Í fyrsta skipti sem ég hitti hann þá höfðaði hann strax til undirgefnu hliðarinnar í mér. Hann hefur þannig nærveru. Hann er skynsamur, rökfastur og sanngjarn. Hann veit sínu viti og maður finnur það í návist hans. Hann hefur það orspor á sér að vera frekja en á mig virkar hann sem ákveðinn en sanngjarn.
Í stuttu máli þá laðast ég að honum.
Í morgun þegar ég sá hann, þá fann ég þetta einmitt svo sterkt. Mig langaði að snerta hann, mig langaði að liggja upp við hann, með höfuðið mitt á öxlinni hans og kúra með andlitið í hálsakoti hans. Mig langaði að anda að mér ilminum af honum og njóta ylsins sem stafar af líkama hans. Mig langaði að finna til smæðar minnar í örmum hans... Þetta er eitthvað sem mun eflaust aldrei gerast, en mig langar samt og læt mig dreyma.

Ummæli

Vinsælar færslur