Koddahjal

Ég skreið í fangið á honum eins og ég geri oft, til að finna nálægð hans og hlýju. Við lágum þétt saman í myrkrinu uppi í rúmi og biðum þess að svefninn bæri að garði.
-Er allt í lagi? Spurði hann.
-Nei, hvíslaði ég lágurri röddu, mér líður illa.
-Er eitthvað sem ég get gert? spurði hann hlýlega.
-Viltu slá mig utanundir? Orðin komu fram á varirnar á mér án þess að ég hefði hugsað í rauninni um hvað ég væri að biðja. Óskin á bak við þetta var að líkamlegi sársaukinn myndi jafna út þennan andlega. Ég virkilega þráði að vera meidd, ég vildi að hann tæki vel á mér, á sama tíma og ég var logandi hrædd við það. Þetta var ósk sem reglulega lét á sér bæra, en þetta var líka í fyrsta skiptið sem ég þorði að spyrja.
Hann hikaði augnarblik áður en hann lagði höndina á vangann á mér.
-Hérna?
-Já... 
Hann sló mig, ekki fast, en samt þannig að ég fann fyrir því. Eftir andartaks þögn bað ég um annað högg. Það kom og ég bað um það þriðja sem ég fékk. Við láum þarna þétt saman. Ég fann höggin á vanga mér og ég fann að andlegi sársaukinn hafði hjaðnað smá. Þetta var gott, eða að minnsta kosti minna vont sé á heildina litið.
-Er eitthvað fleira sem ég get gert fyrir þig? Spurði hann eftir dálítla stund.
-Viltu slá mig á hinn vangann og kyrkja mig svolítið?
-Allt í lagi, sagði hann, en fyrst þarf ég að fara fram og fá mér aðeins að drekka....

Koddahjalið á þessum bæ er oft öðruvísi en annarsstaðar.

Ummæli

Vinsælar færslur