Dominos

Um daginn fór ég á Dómínós. Ég stóð fyrir framan afgreiðsluborðið og beið eftir að pöntuninni minni. Ekki langt frá voru tvær stelpur að fara ýtarlega yfir matseðilinn. Þær spáðu í hverri pizzunni á fætur annarri og voru í miklum móð að velja eitthvað sem gæti gengið fyrir þær báðar. Ekki hjálpaði það til að matseðillinn sem þær voru að stumra yfir var á ensku. Á endanum báðu þær þó um matseðil á íslensku og þá fór allt að ganga mun betur.
Í bílnum á leiðinni heim með rjúkandi pizzuna í fanginu þá kviknaði ljós.
Þessi staða sem stelpurnar tvær voru í er ekki ólík þeirri þegar tveir leikfélagar eru að semja um leik.

Þær vildu fá sér eina pizzu saman.
-Á meðan leikfélagar vilja væntanlega einn leik saman.

Pizzan þurfti að uppfylla langanir þeirra beggja.
-Leikurinn þarf að uppfylla langanir beggja aðila.

Til þess að stelpurnar fái pizzu sem hentar báðum þurfa þær að tala saman um langanir sínar.
-Til að leikfélagar fái leik sem hentar báðum þurfa þeir að tala saman um langanir sínar.

Stelpurnar hafa sjálfsagt ekki viljað einhver ákveðin álegg.
-Leikfélagar vilja oftast ekki einhverjar ákveðnar leikathafnir.

Það er ekki endilega sömu álegginn hjá báðum stelpunum sem þær ekki vilja.
-Það eru ekkert endilega sömu athafnirnar hjá báðum leikfélögum sem þeir vilja ekki.

Stelpunum hefur eflaust fundist meira varið í sum álegg öðrum fremur.
-Leikfélögum finnst oft meira varið í sumar athafnir umfram aðrar.

Kannski fannst annarri hvorri stelpunni nauðsynlegt að hafa eitthvað ákveðið pizzaálegg á pizzunni sinni til að finnast hún góð.
-Mögulega finnst einhverjum leikfélögum einhver atriði nauðsynleg til að njóta BDSM-leiks.

Mögulega er það álegg sem annarri fannst nauðsynlegt á pizzuna sína það álegg sem hin vildi alls ekki fá á sína, hérna gefum við okkur að það sé ekki hægt að skipta pizzunni í tvennt og því neyðast þær til að sleppa því að fá sér pizzu saman.
-Mögulega er nauðsynlegur þáttur í leik annars það sama og hinn vill alls ekki hafa í sínum leik, þá neyðast leikfélagarnir til þess að sleppa leiknum.

Til að pizzan henti báðum þá þarf kannski önnur hvor eða báðar að gefa eftir álegg sem þeim langar í. -Til að leikur gangi upp þarf kannski annar hvor leikfélaginn eða báðir að gefa eftir eitthvað af löngunum sínum.

Svo að stelpurnar fái pizzu sem þær vilja borða verða þær að vita hvað hvert álegg heitir, það er ómögulegt að velja pizzu af enskum matseðli ef að enskan er ekki svo góð og enginn til staðar til að þýða eða útskýra.
-Svo að leikur sannarlega henti báðum aðilum þarf það að vera skýrt hvað á að gera og ef til vill þarf að útskýra eitthvað, leikfélagi á aldrei að samþykkja að gera eitthvað sem hann veit ekki hvað er.

Svo þegar pizzan er komin í hendurnar á þeim og þær búnar að borða er það spurning hvernig hún smakkaðist, hvort þeim hafi líkað hún, hvort þær myndu panta aðra eins næst eða prófa einhverja aðra samsetningu.
-Þegar leik er lokið er gott að fara yfir málin, hvort hann uppfyllti langanir, hvað hvor leikfélagi fékk út úr leiknum og hvort hægt sé að endurtaka hann.

Auðvitað næst þegar stöllurnar fá sér pizzu saman þarf hún alls ekki að vera eins og sú fyrsta, þá er hægt að fá sér önnur álegg eða kannski bara... pönnupizzu!
-Næsti leikur þarf alls ekki að vera eins, þá er hægt að skipta út athöfnum og umbreyta leiknum alveg gjörsamlega.

Þannig að hvort sem maður er að panta pizzu með vinkonu sinni eða skipuleggja leik með leikfélaga er mikilvægt að gera sér grein fyrir því sem maður vill eða vill alls ekki og vera óhræddur við að segja það. Það hefur enginn lyst á vondri pizzu! Eins vill maður ekki vondan leik.... eða sko... jújú... sumir vilja vondan leik. Maður vill hinsvegar ekki slæman leik eða lélegan leik. Það á enginn heldur að þurfa að sætta sig við svoleiðis, frekar en vondu pizzuna.

Ummæli

Vinsælar færslur