Þegar

Hver kannast ekki við spennuna á bak við hitta einhvern í fyrsta skiptið? 
Öll skynjun er einhvernveginn meiri og hærri. Snerting sem er manni ókunnug vekur upp öflugri viðbrögð. Þegar hendurnar snertast óvart við borðið og hnéin undir borðinu. 
Þegar maður gengur hlið við hlið og það er eins og maður sé aðeins of nálægt, bara örlítið en samt nóg til að maður finni það í öllum skrokknum. Þegar maður er á göngu og rekst óvart utaní viðkomandi. Var það viljandi eða var það sannarlega óvart? Þegar maður sest upp í bílinn og finnur að nálægðin verður enn meiri í svona litlu og lokuðu rými.
Þegar maður kemur heim til viðkomandi, þar sem hlutirnir eru manni kunnugir en samt svo framandi. Borð, stólar, sófi, rúm, eldhús og baðherbergi eins og á öllum öðrum heimilum.
Kossinn, þegar hann beygir sig niður og lætur varirnar létt snertast. Það eitt vekur upp löngun í meira. 
Þegar hann strýkur létt yfir vanga manns og maður finnur líkamann bregðast við á sinn eigin hátt. Brjóstin taka við sér, húðin verður sem rafmögnuð, löngunin fyllir hugann. 
Þegar loks kemur að því að maður sleppir fram af sér beislinu og lætur hamslausa ástríðu taka völdin...
Þegar maður eins og blindni þreyfar fyrir sér, snertir ókunnan líkamann, nakta húðina sem hefur sína eigin áferð, ólíka öðrum húðum. 
Þegar maður finnur fyrir limnum í fyrsta skipti, stærð hans, áferð og lögun. Þegar maður tekur um hann og finnur hvernig hann fer í hendi og gerir sér óljóst í hugarlund hvernig hann færi í munni eða píku. 
Þegar maður finnur að hendur hans eru komnar innanundir fötin, hvernig fiðringurinn fer um mann. Þegar maður stendur svo allt í einu nakinn fyrir framan hann. 
Þegar maður finnur að atlot hans verða ákafari og maður veit að það verður varla aftur snúið úr þessu. Augnarblikið áður en limur hans rennur inn í mann í fyrsta skiptið, spennan og eftirvæntingin, löngunin, æsingurinn sem er allt að því orðinn bein þörf. Þegar hann svo loks rennur ljúflega inn og snertir alla þá staði sem hann hafði ekki gert. 
Þegar nautnin fer að vaxa enn meira. Þegar maður er orðinn hýfaður af losta og það eina sem kemst að er hvernig maður getur hámarkað nautnina. 
Svo augnarblikið þegar maður veit að hann fer að fá það. Svipurinn á andlitinu, spennan í líkamanum sem einhvernveginn hrífur mann með sér. Tilfinninginn þegar manni finnst hann reyna komast enn dýpra, enn lengra, enn ákafar. Stunan og svipurinn þegar fullnægingin grípur hann heljartökum, þessi djúpa slökun í kjölfarið. Snerting þvalra líkama okkar. 
Þegar maður fléttar sinn líkama við hans. Þegar maður stríkur hann og snertir. Brosið og þessi nýja nánd sem fylgir í kjölfarið á nýjum ástarlotum. 
Þegar taka tvö og þrjú hefjast svo, hver á eftir annarri...
Þegar maður loks heldur heim á leið með sælubros á vör.

Hver kannast ekki við það?


Ummæli

Vinsælar færslur