Lykt

Mér finnst lykt góð. Lykt af fólki, lykt af athöfnum, lykt af stöðum, lykt af gjörðum. Lykt af kynlífi og lyktin af mér. Stundum þegar ég er að fróa mér eða ný búin að því þá þefa ég aðeins af fingrunum mínum, bara til að finna keiminn af sjálfri mér. 
Þegar kemur að munnmökum eða forleik almennt finnst mér gott að liggja með höfuðið við klof félagans og anda að mér angan hans. Ég veit ekki hvað það er, en það virkar fyrir mig. 
Eftir gott kynlíf finnst mér unaðslegt að finna ennþá lyktina hans loða við mig. Það er bónus og vekur upp góðar minningar tengdar viðkomandi.
Að sjálfsögðu er til vond lykt líka. Það kemur samt ekki oft fyrir að ég finni virkilega vonda lykt. Því síður að ég finni vonda lykt af fólki.
Ég elska ilminn af heilbrigðum karlmanni, það eiginlega skiptir ekki máli hvort það sé hans náttúrulega lykt eða einhverskonar sambland af rakspírum, þvottaefnum og líkamslykt. Mér finnst rosalega gott að kúra mig í fanginu á einhverjum og anda að mér ilminum hans. Meira að segja í fjölmenni þá reyni að þefa uppi eiganda lyktar sem höfðar til mín. Sjaldan verður þó meira úr því en að ég berji hann augum.
Lykt er líka þeim hæfileikum gædd að hún getur vakið upp minningar. Alltaf þegar ég finn ilminn af ákveðnu ilmvatni verður mér hugsað til ákveðins aðila og ég verð öll heit og mjúk að innan.


Ummæli

Vinsælar færslur