BDSM á Íslandi, Samtökin ´78 og allt það.

Ég get ekki neitað því að ég er búin að vera límd við tölvuskjáinn hérna í fjarkanistan, fjarri siðmenningunni þar sem allt fjörið á sér stað.
Fréttir af aðildarumsókn BDSM á Íslandi að Samtökunum '78, samþykki þeirrar umsóknar með litlum meirihluta, úrsagnir úr Samtökunum '78 í kjölfarið og þau vandræði sem stjórn Samtakanna '78 standur frammi fyrir dansa fyrir augunum á mér á helstu fréttaveitum landsins. Svo ekki sé minnst á skoðanir fólks sem sér sér ekki fært að liggja á þeim á opinberum vettvangi, Viðbrögð BDSM á Íslandi standa heldur ekki á sér og fjölmiðlar smjatta á málinu hægri vinstri.

Innra með mér eru blendnar tilfinningar. Á síðustu nokkrum árum hefur áunnist svo margt þegar kemur að BDSM í samfélaginu. Fordómar hafa minnkað, þekkingin aukist, fræðsla fyrir hvern sem vill þiggja hana, félagsstarfið blómstrar, umræðan er meiri og á jákvæðari nótum en oft áður.
Það að komast undir regnhlíf Samtakanna '78 er stór sigur fyrir félagið og styrkir stöðu þess út á við. Það gerir það að verkum að BDSM-hneigð, og þá iðkun meðfram því, er ekki eins mikið tabú, það hefur stóra bróðir á bak við sig. Fræðsla verður eflaust aðgengilegri fyrir vikið sem verður vonandi til þess að einstkalingar þurfa síður að burðast með kenndir sínar í samfélagi sem á erfitt með að skilja þær.

Í umsóknarferli BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 hefur svo sannarlega verið hrært upp í drullupolli og upp á yfirborðið koma fordómar úr öllum áttum. Einstaklingar á kommentakerfum hefja upp raust sína og kveða orð á borð við
"Vantar þá nokkuð nema barnaperrana í Samtökin?"
"Þetta er móðgun við þá baráttur sem samkynhneigðir hafa þurft að berjast að ælta að fara stilla bdsm áhugafólki upp með þeim eins og einhverjum fórnarlömbum"
"...BDSM er bara kynlífsstíll... BDSM á enga samleið með samtökunum.... BDSM er ekki kynhneigð né tengist það kynvitund. Þú ert ekki fæddur BDSM stundari, þú ert ekki að eyða árum í að sætta þig við þá staðreynd að þú stundir BDSM.... það á ekki heima í Samtökunum 78".
"...Það eru ekki sjálfsögð mannréttindi að samfélagið viðurkenni kynóra fólks þó að það séu viss mannréttindi að geta rætt um þá án þess að vera grýttur.... Kynhneigð er allt annað en kynórar"

En sko, málið er að þetta einmitt svona. Þessi viðbrögð fólks undirstrika það sem BDSM fólk þarf að gangast undir. Þessi viðbrögð gera það að verkum að menn og konur eru inni í skápnum með þetta.
Svo ekki sé talað um þau rangmæli sem fram koma hérna.
-Fólk sem hefur iðkað BDSM hefur lent í fangelsi fyrir það.
-BDSM iðkun er ennþá ólöleg víða erlendis.
-Margir finna fyrir þessum kenndum vel fyrir kynþroska og líta á þetta sem órjúfanlegan part af sjálfum sér,
-Sumir hverjir eyða mörgum árum í að sætta sig við þær kenndir sem þeir glíma við,
-Það að samfélagið viðurkenni ekki kynóra fólks gerir það að verkum að menn verða grýttir við að ræða um þá!
-BDSM áhugi fólks hefur gert það að verkum að fólk missti vinnuna
-BDSM áhugi fólks hefur verið notaður gegn því í forræðisdeilum

Miðað við þau viðbrögð sem aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 hefur fengið þá er það ljóst að fjölbreytileikanum er ekki fangað, hann er notaður til sundrungar. Það er í lagi að vera öðruvísi, en ekki of öðruvísi.

Þetta hryggir mig. Það hryggir mig mikið að hugmyndafræði dagsins í dag er að fagna beri fjölbreytileikanum í hvaða mynd sem hann birtist, nema bara þú'st... ekki ef að fjölbreytileikinn brýtur í bága við hlutina eins og almenningur þekkir þá.

Stórt skref var tekið! Við erum sannarlega á réttri leið en við eigum lengra í land ég hélt.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þú mátt ekki hætta að blogga þó svo að samtökin '78 og bdsm fólkið sé ekki með allt á hreinu hjá sér....

Vinsælar færslur