Klám, já eða nei?

Ég hef alltaf verið hlynnt klámi. Ég lít á klám sem leið til að auka örvun og hjálpa til við að fá kynferðislega útrás. Þannig nota ég klám og það hefur gefist mér vel.
Hérna er ég að tala um klám í formi mynda eða myndbanda þar sem maður horfir á annað fólk stunda einhverskonar kynferðislegar athafnir.

Nema hvað um daginn runnu á mig tvær grímur. Það kom til af tvennu.
Annarsvegar: Ég spjallaði við einn á internetinu sem tjáði mér að hann næði litla vininum ekki upp fyrir konur sem væru áttur eða lægri (hann mat fegurð kvenna á skalanum 0-10, þar sem 10 er fallegasta kona í heimi). Það er til að fá holdris varð hann að vera með konum sem voru yfir átta, og það virkaði ekki einusinni alltaf. Þessi sagðist jafnframt kaupa sér reglulega vændiskonur til að svala sinni kynþörf og horfði mikið á klám í frítímanum.
Hinsvegar: Stuttu seinna rakst ég á TED-spjall þar sem fjallað var um þetta sérstaklega (það má finna hér). Í dag er til fyrirbæri sem nefnist risvandamál vegna klámnotkunnar (e. porn-induced erectile dysfunction).

Í einföldu máli; Með því að horfa mikið á klám hækkar örvunarþröskuldurinn í mönnum. Þeir verða ónæmir fyrir hefðbundinni örvun og þurfa meiri örvun til að fá og viðhalda stinningu. Einmitt eins og þessi sem ég var að spjalla við á netinu benti á, konan þurfti að vera á pari við klámstjörnu til að hann næði honum upp.
Í flestum tilfellum erum við víst að tala um unga menn sem horfa óhóflega mikið á klámefni og eru allt að því orðnir fíklar í það. Menn sem eiga terabæt af klámmyndum í tölvunum sínum og eyða klukkutímum á dag í að horfa.

Lækning er samt til og hún er mjög einföld. Mennirnir þurfa bara að hætta að horfa á klám og eftir 120 daga er stinningarvandinn horfinn!

Ég held að eins og með flest annað, þá er klám gott í hófi.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Takk fyrir fróðlega færslu. Ég taldi mig sæmilega lesinn um kynlíf en hafði alveg misst af þessu með skaðleg áhrif kláms. Internetið virkar allt öðruvísi á heilann en gömlu klámtímaritin.

Vinsælar færslur