Nei, ég er ekki hætt.

Það er tæpur mánuður síðan ég settist niður og bloggaði, Daglega lífið hefur einhvernveginn komið í veg fyrir að ég hef bloggað undanfarið. Það er tvisvar búið að hnippa í mig og spyrja hvort að það fari ekki að koma ný færsla og þegar ég skráði mig inn á blogger áðan blasti við mér eftirfarandi athugasemd:

Þú mátt ekki hætta að blogga þó svo að samtökin '78 og bdsm fólkið sé ekki með allt á hreinu hjá sér...

Nei, ég sko ekki hætt að blogga!

Ég fór í klippingu um daginn. Ég settist í stólinn hjá kinky-klippara og við ræddum um heima og geima og kinkið að sjálfsögðu á meðan hann nostraði við hárið á mér. Það var mjög notaleg stund þar sem við bárum saman bækur okkar.

Hann rifjaði upp lítið atvik sem átti sér stað í hans lífi sem ég gat alveg tengt við. Það var eitthvað um það hvernig litlir einfaldir hlutir gátu fullnægt kink-þörfinni.

Ég man ekki alveg hvernig þetta var í hans tilfelli. Í mínu tilfelli var það samt svo að ég fékk heimavinnu frá netverja einum sem ég hafði verið að spjalla við. Heimavinnan fólst í því að vera snyrtileg til fara daginn eftir, kurteis og sinna því sem ég þurfti að gera af kostgæfni og alúð. Það var ekki meira en það.
Dagurinn eftir kom og ég fylgdi þessum fyrirmælum í hvívetna og það var dásamlegt. Allt í einu höfðu hversdagslegir hlutir nýja merkingu. Ég var ekki bara svona snyrtileg til fara af því að mig langaði það, heldur af því að ég átti að vera það. Ég var ekki bara að læra til að læra, heldur til að fylgja þeim fyrirmælum sem ég hafði fengið. Hlutirnir urðu einhvernveginn undarlega auðveldir undir þessum kringumstæðum.
Dagurinn var í rauninni ekkert öðruvísi en aðrir dagar en hugarfarið mitt var það og þar af leiðandi var allt einhvernveginn öðruvísi en það átti að vera. Minni þörf fyrir undirgefni var fullnægt á þennan máta og það var alveg unaðslegt.

Ummæli

Vinsælar færslur