Menning

Ég var á munchi um daginn þar sem umræðan var mismunandi menning innan BDSM heimsins. Úti í hinum stóra heimi eru allskonar BDSM senur sem hver og ein hefur sína eigin menningu og hvað þykir hipp  og kúl og töff að gera. 

Í austur evrópu eru póný-leikir inn, hef ég heyrt. Þar er komið fram við hinn undirgefna eins og hann sé póný-hestur, hann er klæddur upp þannig, mögulega spenntur fyrir vagni sem hinn drottnandi situ á og svo taka þeir smá rúnt. 
Annarsstaðar ræður GOR ríkjum. Gor byggir á bókarflokki eftir John Norman þar sem að Gor er pláneta staðsett á sporbaug jarðar, akkúrat á hinum endanum þannig að hún er alltaf hulin sólinni. Á Gor ríkir önnur menning þar sem konur eru iðullega undirgefnar mönnum og menn drottnandi og ráðandi í samfélaginu. 
Í Austirríki er BDSM og senan þar skipuð efnaðra fólki, það virðist vera lúxus sem hinn almenni borgari leyfir sér ekki. 
Mér virðist fetish vera ráðandi í Þýskalandi án þess að hafa staðfestar heimildir fyrir því. 
Í Bretlandi, eða London, eru margar litlar BDSM og hinsegin senur í gangi. Ef þú tilheyrir einni er þér meinað inngöngu í aðra, hef ég heyrt. Hver um sig hefur sína sérstöðu, sitt svið, sína siði og menningu. 

Ef að við lítum okkur nær þá er senan á Íslandi frekar einsleit. Sama fólkið er virkast á öllum sviðum, eflaust eins og gerist og gengur á svona litlu landi. Hérna er ekki mikið um fólk sem stundar póný-leiki. Að sama skapi hafa fáir heyrt um Gor, hvað þá að haga kinký lífi sínu eftir því. Fjárhagsleg staða fólks virðist ekki snerta senuna sérstaklega hérna á Íslandi. Fetish-fólk fyrirfinnst innan senunnar en heilt yfir litið eru þeir í minnihluta. Og mikill samsláttur er á milli BDSM senunnar og annarra sena á Íslandi. Enginn er útskúfaður úr einum hóp fyrir það að tilheyra öðrum. 
Reyndar svona þegar ég skrifa þetta þá myndi ég segja að það sé einkenni íslensku senunnar hvað fólk er opið og velkomið með sitt kink, hvað svo sem það er. Flestir eru meðvitaðir um að iðka umburðalyndi og taka aðra opnum örmum. Hvað varðar þá hluti sem þykja hipp og kúl og töff þá myndi ég segja að fjötrar væru mjög ofarlega á blaði hjá flestum. Ég hef það á tilfinningunni að einhverskonar fjötrar, hvort sem um ræðir bönd, keðjur, ólar, belti, plast eða hvað annað sem hægt er að festa mann með, séu í flestum dótatöskum þeirra sem leggja stund á íslensku senuna. Því næst eru það bareflin, myndi ég segja. Floggerar, berjiprik, spaðar, svipur og hvað annað sem hægt er að nota í mannlegan ásláttur er frekar ofarlega í huga íslenskra perra. Ekki má gleyma korsettum sem dregin eru fram við hvert tækifæri og mindfoldunum sem sjást iðullega í partýleikjum. 

Mér finnst gaman að rýna í senuna með þessum hætti. Ég kann ofboðslega mikið að meta senuna okkar og fyrir utan tískubylgjur sem koma og fara og menninguna sem myndast í kringum það, þá samanstendur senan af góðum félagsskap og frábæru fólki. 


Ummæli

Vinsælar færslur