Jæja....

Þetta er þriðji dagurinn sem ég opna þennan glugga og ætla að skrifa eitthvað. Lengi leit það út fyrir að glugginn ætlaði bara að vera tómur enn einn daginn. Hinsvegar hafa dyggir lesendur ýtt á mig að skrifa eitthvað, enda er kominn tími til.

Ég vildi að ég gæti sagt að ég hafi verið of upptekin í sumar til að getað bloggað. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur krassandi sögur af eftirminnilegum atburðum, áhugaverðan fróðleik og annað skemmtilegt af kynferðislegu tagi. Ég hef hinsvegar verið svo óheppin að öll plön sumarsins runnu út í sandinn og ég er búin að liggja í rúminu nánast í allt sumar.
Í þetta skiptið var ég hrjáð af morgunógleði - kvölds, morgna og allt þar á milli. Ég gat lítið sem ekkert borðað og kastaði upp nær öllu sem ég gat komið niður. Eftir að hafa prófað öll húsráð sem internetið hafði upp á að bjóða og taka sjóveikislyf í gríð og erg var ég sett á lyf sem slóu almennilega á ógleðina. Loxins gat ég hætt að faðma klósettið og notið þeirra örfáu vikna sem eftir voru af sumrinu. Ennþá koma samt dagar þar sem ógleðin skítur upp kollinum af fullum krafti. Ég óska engri konu að lenda í þessum pakka. Hinsvegar má ég hugga mig við það að ógleði er góð vísbending um að allt gangi sinn eðlilega gang og það sé í lagi með litla bumbubúann. Við G eigum sem sagt von á erfingja í lok janúar.

Ég stefni á að nýta mér þessa reynslu sem og komandi mánuði til góða. Það er margt sem fer um kollinn á manni þegar maður er kominn á þennan stað í lífinu. Líkaminn og hormónar eru á fleygiferð og maður upplifir margar athafnir alveg á nýjan hátt.

Þrátt fyrir þetta ástand á mér í sumar hefur hausinn á mér verið að smíða skemmtilegar og talsvert meira krassandi færslur en þessa undanfarna daga. Þannig að ég lofa bótum og betrum og núna vitið þið, lesendur góðir, afhverju það hefur ekkert gerst á þessari síðu undanfarið.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Nei, sko! Velkomin aftur, og æðislega til hamingju með litla bumbubúann! Gangi allt sem best :-)

stelpustrakur sagði…
Úff, mér leist ekkert á blikuna, þegar ég las færslu þína frá 22.8. En svo las ég næstu færslu frá 17.8. þá var mér létt. Til hamingju bæði, þetta eru góðar fréttir. Ég var eiginlega búinn að hafa smá áhyggjur af þér, hafði ekkert heyrt frá þér í allt sumar. En þetta er greinilega allt að komast í lag. Loki.

Vinsælar færslur