Útilega

Ég fór í eina útilegu í sumar. Verandi kuldakreista þá var brugðið á það ráð að fá lánað hjólhýsi svo ég myndi lifa ferðalagið af. Við fundum líka þetta fína tjaldstæði sem var kjarri vaxið og hreiðruðum um okkur þar. 

Einn morguninn vaknaði ég með fiðring sunnan heiða og það helltist yfir mig löngunin í góða fingraleikfimi. Mig langaði ekki í samfarir eða að vera snert yfir höfuð. Ég vildi njóta mín með mér og mér einni. Og vel valinni fantasíu. 
Ég var nokkuð viss um að hann hafi ekki orðið var við að ég væri vöknuð þannig að ég ákvað að nýta mér það. Ég vatt upp á mig og lá hálfpartinn á maganum. Stellingin var þannig að ég hafði aðgang að píkunni á mér og gat snert og gælt við hana án þess að mikið færi fyrir því. Þannig hófust leikar. 
Ég valdi fantasíu sem hentaði vel þessu tækifæri. Í fantasíunni var ég snert, líkt og ég snerti sjálfa mig, en enginn mátti vita. Óræður rekkjunautur hvíslaði í huga mér að enginn mætti vita hvað ég væri að gera, enginn mætti verða þess var hve æst ég var orðin, hve blaut ég var orðin og hversu mikinn unað fingraleikfimin veitt mér. Ég varð mjög meðvituð um hreyfingar mínar og andardrátt. Ætli það sæist hvað ég var að gera? Eða skyldi hjólhýsið hristast undan hreyfingum mínum? Var andardrátturinn minn orðinn ör og augljóst að ég væri ekki lengur sofandi? Ég hægði á mér, lagaði stellinguna sem ég var í til að fela þá hreyfingu sem gæti sést eða fundist, síðan hélt ég áfram. Sama fantasían var í huga mér, ég var að stelast, ég var að gera eitthvað sem ég ætti ekki að gera og enginn mátti vita. 
Þessi aðstaða sem ég var komin í æsti mig upp úr skónum. Það að getað sameinað svona ytri aðstæður og fantasíuna gerði undraverða hluti fyrir mig og fljótlega hríslaðist fullnægingin um mig. Ég passaði mig að láta ekkert heyrast og ekki láta á neinu bera. Þegar fullnægingin kom með krampakenndum viðbrögðum líkama míns skipti ég um stellingu til að fela krampann sem fór um mig. Ég reyndi eftir bestu getu að líkja eftir þeim hreyfingum sem maður gerir í svefni. Ég fann unaðinn líða um mig áður en ég sveif aftur til jarðar á kjarrivöxnu tjaldstæðinu. Í smá stund lá ég bara og naut þess að vera akkúrat þarna, fullnægð og út sofin áður en ég opnaði augun og bauð góðan daginn. 

Ummæli

Vinsælar færslur