Af sjálfsfróun

Oft þegar ég næ ekki að festa svefn á kvöldin þá gríp ég til þess ráðs að fróa mér. Hollustusamlegra svefn-meðal er varla til. Það er stresslosandi og slakandi, hefur jákvæð áhrif á líðan og verki og hefur góð áhrif á svefn. Ég get kvittað undir allt þetta og nota þetta grimmt ef ég þarf á því að halda. 
Gærkvöldið var alveg dæmigert svona kvöld. Ég var komin upp í rúm, þreytt en samt einhvernveginn uppveðruð. Ég sá fyrir mér að það gæti tekið langan tíma að sofna. 
Þegar ég hélt að G væri sofnaður gróf ég eftir góðri fantasíu í huganum og tók til við handavinnuna. Það tók sinn tíma að koma sér í gang og þegar á leið gekk það eiginlega einum of vel. Ég var orðin sjóðandi gröð og langaði mikið í gildan lim inn í mig. Í kyndeyfðinni undanfarið var öllum leikföngum pakkað ofaní kassa, svo það var engin titrari, gervilimur eða annað kynlífshjálpartæki við höndina. Mér varð hugsað til limsins sem var sofandi við hliðina á mér. 
Í nokkrar mínútur velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að vekja hann og fá hann með mér í lið, eða hvort ég ætti að leyfa honum að sofa þar sem hann þurfti að vakna snemma í vinnu. Að lokum ákvað ég að leyfa honum að sofa og klára dæmið sjálf. Á nokkrum mínútum náði ég hátindinum. Fullnægingin var góð, eins og alltaf, en samt bara í meðallagi miðað við aðrar fullnægingar og mig langaði í meira. Ég sofnaði fljótlega með það í huga að fjárfesta í góðum titrara. 

Í morgun var G óvenju ástleitinn. Hann hvíslaði því að mér að það hafi verið mikil fyrirferð í mér í gærkvöldi við sjálfsfróunina. Það fór ekki á milli mála að það hafði kveikt í honum. Ég spurði hann hvort hann hafði verið vakandi og það kom á daginn að hann hafði ekki getað sofnað fyrir bramboltinu í mér. 
Ég er ennþá hálf svekkt út í sjálfa mig að hafa í góðmennski minni ekki beðið hann um hjálp. 

Ummæli

Vinsælar færslur