Afmæli

Það styttist í að ég eigi afmæli. G spurði mig um daginn hvað mig langaði að fá í afmælisgjöf. Ég taldi upp nokkra hluti, allt frekar óhefðbundið. Alþrif á bílinn, eldhússtóla (ég myndi vel sætta mig við einn eldhússtól af réttri gerð) og, örmerkjalesara. Honum er ekki vel við að gefa mér eitthvað sem telst þarft fyrir heimilið, svo ég er ekki bjartsýn á að fá neitt af þessu.

Svo varð mér hugsað til síðustu færslu og bætti við að mig langaði í titrara. Það virtist vekja meiri viðbrögð og hann bað mig að segja sér hvernig titrara mig langar í, helst átti ég að senda honum hlekk á mögulega titrara. Svo að núna þarf ég að fara í rannsóknarvinnu og finna rétta titrarann. Staðgengil fyrir minn gamla.
Minn gamli var sá besti sem ég hef átt. Ég hef átt ógrinni af leikföngum en einn stendur upp úr. Hann var frekar sver og varð sverari eftir því sem neðar dró. Hann var aðeins sveigður og það voru kúlur fyrir neðan kónginn, ef að það hefði verið kóngur á honum. Það sem meira er, hann hentaði mér fullkomlega! Ég notaði hann lengi eftir að ég hefði eflaust átt að vera búin að henda honum. Hann var orðinn þreyttur og ég var farin að setja alltaf smokk á hann þegar ég notaði hann. Hann var meira að segja hættur að titra en samt notaði ég hann reglulega. Ég á honum margar fullnægingar að þakka.

Núna þarf ég að fara að skoða mig um og kanna hvort ég finni einhvern sem kemst í hálfkvist við hann. Það er að segja ef ég vil fá eitthvað annað en sokka (eða eitthvað álíka krassandi) í afmælisgjöf.

Ummæli

Vinsælar færslur