BDSM í sókn?

Mikið hefur átt sér stað í BDSM heiminum undanfarin ár. Fimmtíu gráir skuggar og fjölmiðlafárið í kringum aðildarumsókn BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 og allt það hefur opnað umræðuna um BDSM og kink. Félagslífið í kringum BDSM blómstrar á Íslandi með munchum tvisvar í mánuði og leikpartý mánaðarlega, utan þess eru leshittingar og námskeið. Ég fylgist með á hliðarlínunni og hef mjög gaman af.

Kveikjan að þessari færslu kemur samt af einkamal.is. Ég fékk skilaboð frá einum sem þakkaði fyrir bloggið og sagði að það veitti sér innsýn og skilning á þessu öllu saman sem hann hafði ekki áður. Í skilaboðunum segir hann meðal annars að "annar hver kvenmaður hérna inni er að leita eftir þessu". Ég verð að viðurenna að mér fannst mjög skemmtilegt að lesa þetta.
Það að annar hver kvenmaður á einkamal.is er að leita eftir BDSM sýnir að þetta er ekki eins mikið mál og það hefur verið í gegnum tíðina. Konur eru markvisst að leita eftir þessu til að uppfylla einhverja óra tengda BDSM sem þær hafa. Þær skammast sín ekki fyrir kenndir sínar og þær eru ekki læstar inni í skáp. Alltof margir hafa grafið þessar kenndar í gegnum tíðina og liðið illa fyrir það. Margir hafa borið efa, skömm og sjálfshatur í brjósti fyrir það að hafa kenndir sem eru á þessa leið.
Hægt og bítandi virðist þróunin vera í rétt átt. Opnari umræður, opnara samfélag og umburðalindara fólk gerir það að verkum að einstaklingar þora að stíga skrefið út fyrir normið og víkka þann ramma sem "normið" rúmast innan.

Ummæli

Vinsælar færslur