Alnetið þekkir mig betur en flestir

Ekki alls fyrir löngu ætlaði ég að fjárfesta í systkinakerru. Það fannst mér ferlega sniðugt þar sem ég átti mín tvö börn með mjög stuttu millibili. Ég sá mig fyrir mér fara út að labba með báða krakkana, annað í burðarrúmi og hitt í kerrustykki. Sól og blíða, fuglasöngur í heiði, gleði og hamingja.

Ég leitaði að systkinakerru á hinum ýmsu stöðum á alnetinu: í nokkrum hópum á facebook, á bland, á breska, bandaríska og þýska ebay, nokkrum vefverslunum með barnavörum. Og svo auðvitað hjá Alla frænda (aliexpress). Ég var orðin nánast fullnuma í orðum yfir systkinakerrur: twin stroller, double stroller, double pram, twin buggy, double jogger, tandem stroller, twin trolley, twin pushchair, tandem double stroller, Zwillingswagen, Geschwisterwagen, Tandem Kinderwagen, Doppelter Kinderwagen.... (-ég sem kann ekki einusinni þýsku!)

Þegar ég var búin að skoða markaðinn á Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi ákvað ég að kanna framboðið frá Kína. Þannig að ég skellti mér inn á aliexpress og var bara búin að slá dou í leitarvélina, sem var eldsnögg að reyna að finna út að hverju ég var að leita og bauð mér upp á double dildo!!!
Nei, það var ekki það sem það sem ég var að leita að. Að minnsta kosti ekki í þetta skiptið. Ég fékk það á tilfinninguna að alnetið viti allt um minn perrahátt og hef mínar grunsemdir um að þeir valkostirnir sem maður fær byggi að einhverju leiti á fyrri leitarsögu.

Úrvalið af tvöföldum dildóum var samt ekki af verri endanum, í fljótu bragði virðist aliexpress vera með 117.117 tvöfalda dildóa í boði. Sem er mun meira úrval en af systkinakerrum.

Ummæli

Unknown sagði…
Jammm

Það er útvíkun á spakmælinu.. hvort komi á undan.. doubledildo eða barnið :-)

Vinsælar færslur