Dagur númer þrjú

Þetta er þriðji dagurinn í röð sem ég opna blogger.com til að skrifa eitthvað hérna inná en ekkert skrítið, sniðugt eða skemmtilegt kemur upp í hugann. Brjóstaþokan er að fara með mig og allt í senn málfar, setningaskipan og stafsetning er orðið hið mesta puð. Það er erfiðisvinna að halda í eigin hugsanir, hvað þá að koma þeim í orð eða niður á skjáinn. Einfaldir hlutir eins og eigin notendanöfn og lykilorð að hinum og þessum vefsíðum hafa týnst úr huga mér. Ég tel mig vera heppna að muna aðgang og lykilorð að þessari síðu til að skrifa þetta.

Ég get samt sagt lesendum mínum hver staða mála er hjá mér núna. Akkúrat núna er sjaldgæf stund á milli stríða þar sem bæði börnin sofa. 

Það er ekki ýkja langt síðan að yngra barnið kom í heiminn. Ég hefði ekki trúað því fyrir fæðinguna að ég væri farin að hugsa um kynlíf svona fljótt aftur. Tjah... reyndar, ef frá eru taldir fyrstu dagarnir eftir fæðingu þá hefur kynlíf verið mér mjög hugleikið frá því skömmu fyrir fæðinguna.
Líkamlega er ég samt ekki tilbúin til að fara að stunda kynlíf en á sama tíma er hugurinn og greddan alveg til staðar. Ég finn fyrir ólgu og löngun í stóran og stinnan lim djúpt inn í mig! 
Ég stend mig meira að segja að því að horfa í kringum mig á álitlega rekkjunauta og láta mig dreyma um kinky leikfélaga, hvort sem þeir væru drottnandi eða undirgefnir. Ég er orðin hundleið á því að vera á hliðarlínunni og er til í tuskið. Allavega að nafninu til... 

Þegar ég hef svo læðst niður með höndina á milli læra kem ég að hálf ókunnu svæði. Það eru harðir saumar að þvælast fyrir, svæðið er ennþá aumt og bólgið og ég verð hálf feimin við sjálfa mig. Djúpstæð löngun mín í eitthvað kynferðislegt hefur horfið eins og dögg fyrir sólu þegar ég hef svo ætlað að gera eitthvað í því.
Píkan mín þarf ennþá tíma til að jafna sig og ég þarf því miður bara að sætta mig við það. 

Á einhvern furðulegan hátt þá finnst mér samt gaman að greddunni í mér og það fylgir því ákveðin nautn að langa, þó maður geti lítið gert í því. 

Ummæli

Vinsælar færslur