drottnunarskot

Ég finn ekki betra orð eða nokkuð annað sem gæti átt betur við. Þannig er mál með vexti að ég hef verið að fylgjast með lögfræðidrama á netflix. Ég get hæglega farið í gegnum þrjá, fjóra og jafnvel fimm þætti á kvöldi og notið þess að detta inn í heim persónanna á skjánum. En það kemur þessu bloggi ekki beint við.

Fyrir nokkrum kvöldum var ég að horfa á þessa þætti og eitt örlítið smávægilegt atvik varð til þess að ég fékk svona drottnunarskot (dom-crush).
Ég fann, og finn ennþá, mjög sterka löngun til þess að vera dómína einnar persónu í þáttunum. Það sem varð til þess var smá hreyfing, örlítið skammarlegt bros með daðurslegu ívafi. Nákvæmlega á þeim tímapunkti fann ég að það kviknaði á dómínuhliðinni minni og mig langaði í hann sem sub og engan annan! Eða þú-st... bara einhvern sem stendur jafnfætis þessum.
Þessi er hreinn og beinn, áhrifamikill og fær sínu fram. En hann er líka tillitssamur og heiðarlegur og leggur mikið á sig fyrir fólkið sitt. Það skemmir ekki að hann sé fágaður og fluggáfaður.
Hann myndi bjóða mér á flottustu veitingahús Nýju Jórvíkur og eftir dásamlegt kvöld á meðal manna færum við í íbúðina hans og..... *dreym* 

Það er mjög langt síðan ég hef fengið þessa tilfinningu að langa að vera dómína. Ekki bara að taka eitt og eitt skipti í að leika við kunningja, heldur að ná þessum djúpu tengslum sem virðast aðeins myndast á milli undirgefins og drottnandi. Ég er ekki frá því að ég sakni þess svolítið og hef meðvitað og ómeðvitað verið að horfa í kringum mig.

Hver veit.... Þið fáið fréttir ef að eitthvað gerist.

Ummæli

Vinsælar færslur