Söknuður

Hvernig er hægt að sakna einhvers sem maður hefur aldrei hitt?

Í mínu tilviki get ég sagt að það er tiltölulega auðvelt. Í gegnum tíðina hef ég átt mikil samskipti við fólk í gegnum alnetið. Það að sitja svona heima við með tölvuna í fanginu og spjalla við fólk alls staðar að úr heiminum er klárlega í topp 10 sætunum yfir skemmtilega hluti að gera á föstudagskvöldi.
Félagsskapur netverja, og oft kinky netverja, finnst mér stundum eftirsóknarverðari en félagsskapur fólks í raunheimum. Það sem ég hef gert á vængjum ímyndunarafsins með tilstilli lyklaborðs og tölvuskjás er stundum draumi líkast. Ég hef kynnst ófáum í gegnum svona spjall. Ég hef eignast vini og leikfélaga með þessu móti, meira að segja kærasta.

Einn stendur samt upp úr þessa dagana. Hann er ástæða þessa pósts.
Þessi maður er af erlendu bergi brotinn og býr langt í burtu. Við kynntumst á irkinu og áttum gott spjall, sem svo færðist yfir á skype. Þrátt fyrir að það færi bara ritaður texti á milli okkar upplifði ég mjög djúpa og sérstaka undirgefni gagnvart honum. Hann lagði sig fram við að þekkja mig og gat orðið getið sér til um mín viðbrögð.
Til að mynda reyndi ég einusinni að sannfæra hann um að ég myndi fíla það að vera lamin með bambus staf, ef að það væri það sem hann vildi. Hann svaraði mér til baka á þá leið að ég myndi alls ekki fíla það, en myndi samt taka því, af því að það væri það sem hann vildi.
Þarna hitti hann naglann beint á höfuðið. Nei, ég myndi alls ekki fíla það, enda er barningur með bambusprikum eða öðruvísi prikum ekki ofarlega á óskalistnum hjá mér. En það að fá það geðjast honum tórði þar efst á þessum tíma. Honum tókst líka að láta það að fylgja sínum fyrirmælum vera mér til framdráttar. Hann ýtti undir það að ég stæði mig vel í því sem ég var að gera á þessum tíma. Ég bloggaði meira að segja um það einhverntíman.

Ég missti sambandið við þennan mann fyrir rúmum tveimur árum síðan. Ennþá tek ég rispur inni á irkinu eða skype í von um að hann dúkki upp, en án árangurs.

Ég get yljað mér við góðar minningar og þakklætið fyrir að hafa fengið að finna þessa tengingu við hann og fyrir að fá að upplifa þessa djúpu undirgefni gagnvart honum.

Hann er ennþá í fantasíum mínum

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Kannast við þessa tilfinningu. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt.
yaklibber924 sagði…
you have got a fantastic weblog right here! would you prefer to make some invite posts on my blog? free online casino slots

Vinsælar færslur