Hvað vilja karlar í samböndum?

Ég var að hlusta á bók sem heitir Mens guide to women. Í stuttu máli fjallar hún um það hvernig karlmenn geta bætt samband sitt við konur.

Og hvað vilja karlmenn helst?

Minna um árekstra, tuð og rifrildi og meira kynlíf. 

Hver vill það ekki?



...mæli samt alveg með þessari bók.

Ummæli

Unknown sagði…
Held að við viljum að þið kvk sýnið meira frumkvæði... annars er þetta eins og við einir höfum áhuga eða að við séum alltaf að betla.
Prinsessan sagði…
Góður punktur. Ég held samt að þetta sé mjög mismunandi í samböndum.
Ég veit um nokkur sambönd þar sem konan hefur meiri kynþörf en maðurinn og það hallar því á hana. Veit svosem ekki hvort þær hafi frekar frumkvæðið, en maður gefur sér það samt einhvernveginn.
Unknown sagði…
Ég væri alveg til að vera í sambandi þar sem ég væri að kvarta yfir of miklu kynlífi (myndi bara kvarta í hljóði). Mér finst bara sorglegt að mörg sambönd.. eins og t.d. mitt.. þá þora aðilar ekki að tala um sínar langanir... búnir að fá svo mörg hint um hvað sé eðlilegt í huga hins og hvað ekki.
Prinsessan sagði…
Þetta er einmitt það sem er prédikað af öllum sambandsráðgjöfum og í BDSM fræðslu. Samskipti samskipti samskipti. Það skiptir öllu máli að tala saman um sínar langanir og kannski forvitnast um langanir makans.

Heyrði eina kjaftasögu endur fyrir löngu af hjónum sem skildu. Þau fóru svo beinustu leið á stefnumótasíður og gott ef það var ekki BDSM í því líka. Ég man það ekki alveg.
Hún kynntist þar ferlega áhugaverðum og skemmtilegum manni og eftir þó nokkurt spjall ákváðu þau að hittast. Þegar hún svo mætti á svæðið tók hennar fyrrverandi á móti henni. Þau höfðu óafvitandi verið að spjalla saman á þessari stefnumótasíðu. Þau höfðu aldrei talað um það sem þau langaði að gera, en voru í raun að leitast eftir því sama.
Þau hefðu ef til vill getað sparað sér skilnaðinn ef þau hefðu verið opinská með það sem þau langaði. :o)
Nafnlaus sagði…
En punkturinn hér er einnig sá að einstaklingar eru oft opnari eða eiga auðveldara með að tjá sínar langanir og drauma á bak við skjá. Það að standa frami fyrir viðkomandi og tjá sömu langanir eða drauma er oftast látið ógert.

Ps.. takk fyrir þessa pistla.. hef gaman að kíkja hingað inn og skoða :-)

.. dojob ..
Prinsessan sagði…
Skarplega athugað. Ég hef ekki tekið það með í dæmið.
Ég þekki það bara á sjálfri mér hvað það er miklu auðveldara að segja frá sínum innstu þráum og fantasíum í skjóli nafnleyndar á alnetinu, við fólk sem ég sé örugglega aldrei og er sjálft undir nafnleynd.

p.S. athugasemdirnar gera bloggið líflegra, svo takk fyrir það.
Unknown sagði…
Ég held að nafnleynd og "hetjuskapur" á bak við skjá verði til þess að hið "rétta" eðli viðkomanda komi fram. T.d. fullt af nettröllum á commentakerfinu sem segja ýmislegt og láta eins og vitleysingar sem þeir myndu annars aldrei gera ef þeir stæðu fyrir framan viðkomandi.

En ég er mjög svo sammála að innstu þrár og fantasíur eiga auðveldara að rata á blað undir nafnleynd heldur en hitt. :-)

En ég hef ekki séð neitt frá þér um kynferðilegt jafnrétti :-) þ.e.a.s. hvað strákum er "heimilt" og hvað stelpum er "heimilt".. Þar er örugglega efni í heila bók. T.d. þetta gamla að strákar sofa hjá 10 kvk og verða "ladies man" en stelpur hljóta örlögin glyðrur.

.. dojob..

Vinsælar færslur