af fantasíum og rannsóknarniðurstöðum

Undanfarið hef ég verið djúpt sokkin í podcast sem heitir Psychology of Attraction (ísl. sálfræði aðlöðunar). Eins og nafnið gefur til kynna er fjallað um sálfræðina á bak við tilhugalíf manna og kvenna. Í hverjum þætti fer þáttarstjórnandinn ofaní saumana á nýjustu rannsóknunum sem fjalla um þessi mál.
Það er eitt sem hefur dúkkað upp aftur og aftur og aftur. Það er það að konur láta sig frekar dreyma um kynlíf með mörgum mönnum á því tímabili tíðarhringsins sem þær eru frjóar.

Jahá... Ég hélt að ég væri ein af ekki svo mörgum konum sem fíla þríleiki með tveimur karlmönnum og/eða eru spenntar fyrir kynlífi með fleiri en tveimur karlmönnum í einu. En miðað við þessar niðurstöður á þetta mögulega við um mun fleiri konur en ég hélt, og sennilega eru enn fleiri konur sem láta sig bara dreyma um þetta.

Áhugavert!!




Ummæli

Unknown sagði…
Það var einu sinni ransókn á hvernig karla konur hrífast af eftir því hvar á tímabil tíðarhringsins væru.

Mynnir að útkoman var að þær vildu frekar karla sem þær myndu vera góðir feður/fyrirvinna þegar þær voru sem frjóastar.. en sóttust frekar í karlmannlegri eða "óþekka stráka" þegar þær voru það ekki...

Hmmm ask... þá fell ég líklega ekki undir flokkin karlmannlegur/"Óþekkur"
Prinsessan sagði…
Það er svolítið komið inn á þetta í podcastinu. Ég get glatt þig með því að þú ættir samkvæmt þínum orðum einmitt að falla í flokkinn "karlmannlegur/óþekkur".
Konur vilja karlmannlegu/óþekku týpuna þegar þær eru frjóastar, samkvæmt podcastinu. Þegar þær eru ekki frjóar vilja þær "feðra/fyrirvinnu" týpuna sem mun sjá fyrir þeim og barninu (sem mögulega óþekki karlmannlegi gaurinn á.... )
dojob sagði…
Ég held að ég hafi óvart verið flokkaður vitlaust af eiginkonunni.... svo óþekka týpan er bara sett niður í skúffu og henni lítið hleypt út..

Væri samt fróðlegt að vita hvort það sé til sambærileg rannsókn um kk.. hvort þeir séu á eftir ákveðnum eiginleikum kvenna eftir því hvernig "stendur" á hjá þeim, þ.e.a.s. hvar í lífsferlinu við stöndum. Held reyndar að kvk velji alltaf maka og við erum bara ánægðir með alla athygli sem við fáum. :-)

... dojob...
Prinsessan sagði…
Hurru... Það er til fullt af svoleiðis rannsóknum. T.d. finnst karlmönnum ungar konur sem klæðast rauðu kynþokkafyllri en aðrar. Og já, mér skilst að konan velji yfirleitt maka, þó maður vilji trúa á jafnrétti í þeim málum.

Mæli með podcastinu!
http://psychologyofattractivenesspodcast.blogspot.com/
Unknown sagði…
Við drengirnir verðum bara að sætta okkur við það að við eins og flest karldýr í dýraríkinu þá þurfum við elltast við kvenndýrin.... en eltingaleikur er ekki leiðinlegur leikur :-)

..dojob..

Vinsælar færslur