Ég átti spjall við einn um daginn. Spjallið fór um heima og geima og sérstaklega netheima. Við höfðum bæði verið inni á einkamál í samskiptum við fólk þar og talið barst að því hvernig prófílar heilla og hvernig prófílar heilla ekki og svo þeir sem eru beinlínis fráhryndandi.

Í spjallinu áttaði ég mig á því að það eru nokkrar viðmiðanir sem ég styðst við þegar ég les prófíl inni á síðum á borð við einkamál og fetlife.


  • Ef að prófíll byrjar á "Hæ, ég heiti Jón...." þá kemur strax hik á mig og ef að það sem eftir kemur er ekki þeim mun betra þá sendi ég viðkomandi ekki skilaboð. Almenna óskrifaða reglan er að halda nafninu sínu fyrir sig þangað til það líður á spjallið (nema það sé að breytast), og fólk sem virðir ekki þessar reglur er e.t.v. ekki jafn fært í samskiptum. 
  • Ef það er "he he" á eftir annarri hverri setningu. Mín upplifun er sú að viðkomandi er þá það óöruggur að hann notar "he he" til þess að tempra niður gildinu í því sem hann segir. Það er einhvernveginn eins og viðkomandi meini ekki alveg það sem hann skrifar, og er hálf afsakandi með því að slá öllu upp í húmor. 
  • Ef að prófíllinn er mjög stuttur og lítið í hann lagt þá sendi ég viðkomandi ekki skilaboð af fyrra bragði allavega. Það þarf að vera eitthvað sem grípur athyglina svo að maður hendi í skilaboð af einhverju tagi. 
  • Ef að lýsing á hæð, þyngd og líkamsbyggingu er aðal innihald prófílsins. Ég laðast að persónuleika en ekki líkama fólks og leita því að fólki sem er sama sinnis. Lýsing á líkama sínum sem aðal innihaldi prófíls bendir til hins gagnstæða.
  • Ef að viðkomandi talar um 100% trúnað, þá eru 100% líkur á því að viðkomandi sé að halda framhjá maka sínum. 
  • Ef að viðkomandi lýsir sér sem fola og er að leita að skyndikynnum. Yfirleitt eru þeir prófílar stuttir og snaggaralegir. Jafnvel þó ég sé að leita að skyndikynnum, þá vil ég samt sjá að viðkomandi hafi eitthvað meira til brunns að bera en að vera heitur og graður. 

Á hinn veginn þá heillast ég að prófílum þar sem persónuleikinn skín í gegn með glettni, er aðeins lengri en þrjár setningar og stafsetning og málfar er gott. Það er alveg til þó nokkuð af þeim ef vel er að gáð. 

Ummæli

dojob sagði…
Þetta var allt bara að gera sig allveg þar til þú komst inná þetta með stafsetninguna. Ég vill meina að þó fólk þjáist af Halldór Laxnes veikinni og skrifi ekki alveg eins og við hin.. þá ætti að "fyrirgjefa" því. :-)

.. dojob..
Starwind sagði…
Gott mal, en ef tad vantar neistann "komdu herna og leifdu mer ad taka tig" ta virkar sambandid ekki heldur og ja testosteron low sem er lika sperm count .... Svo tad sem tu ert ad lysa er leidinni ad hjartanu tinu ef mig langar ad fylgja henni svoldid :-) nu get eg lesid mig til helling i tessu bloggi til ad vita meira.
Starwind sagði…
Til ad einfalda adeins ertu ad leita ad manni sem kemur fra godu heimili tar sem hann var elskadur og fekk studning til ad troskast, slikt umhverfi bætir namsgetu og er forsenda velgengni afram i lifinu. Serstaklega skipta fyrstu sex arin mali samkv sérfrædingum. Hédan af gat hann lagt stund a nam sitt i framhaldsskola an erfidleika heima fyrir svo hugurinn gat medtekid namid betur sem ad tarf ad hafa innihaldid krofur um goda islenskukunnattu td, Menntaskolinn vid sund eda namsbraut a bord vid natturufrædi, felagsfrædi ofl og var med einkunn 8 eda hefur tad i sinni fjolskyldu ad vanda málfar. Ef um haskola er ad ræda væri HÍ til dæmis en HR er meira verknams nema ad vid seum ad tala um alveg ofsalegt namslan eda ríka fjolskyldu. Tetta er bara svona til ad einfalda myndina adeins en tad eru ekki margir islendingar sem ad hafa svona og tad fylgir tessu lika ymislegt kannski sem tu vildir sleppa ad fa med i kaupbæti. Raunir i lifinu = innihald :-)
Starwind sagði…
Úlfurinn veidir a nottinni, eg get verid rosalega villtur og heitur. En Batman tarf ad hvila sig lika og tess vegna er hann med hús tar sem hann byr einn og vill ekki leifa neinum ad vera med i lifinu sinu, spurningin er hvort vid getum hvilt okkur a sama heimilisfangi og svo verid lika bædi batman stundum a nottinni saman tegar vid hofum orku til vegna vinnu og ja allir krakkarnir eru sofandi, ef teir eru sofandi. Tad er bara ekki haigt ad fa possun i dag, gamla folkid vill bara eiga hús a Spáni og er farid.

Vinsælar færslur