Í vinnunni um daginn þá var ein að tala um að leigja sér hótelherbergi í borginni og hafa það kósý. Hún nefnir nokkur hótel sem koma til greina og spyr okkur álits. Eitt af þessum hótelum er staðsett við Hverfisgötu. Stutt frá miðbænum. Þegar hún sagði nafnið á hótelinu og hvar það var staðsett fór hugur minn á flug.

Ég hafði farið á þetta hótel!
Í huganum birtast myndir þar sem ég geng út af mjög ánægjulegu munchi með öðrum perralingum. Ég er með fiðring í maganum en finnst notalegt og spennandi að labba þessa nokkur-hundruð-metra. Eftir því sem ég nálgast þeim mun meira vex spennan. Ég geng inn í anddyrið. Þar sem ég hafði aldrei komið þangað áður var það smá áskorun að láta eins og ég ætti réttilega að fara þar um. Ég vissi ekki hvar lyfturnar voru, en vildi samt láta eins og ég væri gestur á hótelinu. Það tókst með ágætum og áður en ég vissi af var ég að banka á hurðina á ákveðnu herbergi...

Ég hreinlega hefði ekki getað sagt þeim hvernig hótelið var, hvernig herbergin voru eða neitt í þá veru. Ég mundi það ekki, svo ég ákvað að vera ekki að deila því með þeim að ég hafi farið á þetta hótel. Þá þurfti ég heldur ekki að segja þeim í hvaða erendagjörðum ég fór þangað.
Ég man samt vel eftir því. Ég man eftir því sem við gerðum, ég man eftir eftirvæntingunni, ég man eftir snertingunni, eftir rúminu og rúmfötunum, ég man eftir fiðringnum, spennunni, greddunni og hvað þetta allt saman var gott!!

Það sem meira er, líkami minn mundi líka eftir þessu öllu. Því um leið og þessar myndir og tilfinningar birtust mér í huganum þá helltist yfir mig fiðringur, seiðingur sem leitaði suður fyrir heiðar og ég fann að ég hitnaði milli fóta. Magnað hvað hugurinn er öflugur þegar endurminningar geta vakið svona sterkar kenndir hjá manni.

Ummæli

Vinsælar færslur