Klámrannsókn

Ég er búin að vera með þessa færslu í maganum í nokkra daga.
Ég rakst á fyrirlestur um klámnotkun fólks. Það var stiklað á stóru í þessum fyrirlestri en það sem situr helst eftir hjá mér eru tengsl klámnotkunar og þunglyndis. Svo virðist vera að þeir sem nota klám nokkrum sinnum í viku (eða oftar) eru líklegri til að vera með einkenni þunglyndis.
Veldur mikil klámnotkun þá þunglyndi? Gæti verið.
Það sem fræðimenn vilja samt meina er að þunglyndir gætu notað klám í meira mæli og þá sem bjargráð. Verandi þunglynd manneskja þá fór ég að spá í þetta hjá mér og sá þetta mynstur frekar greinilega. Þegar þunglyndið sækir á og maður hefur litla ánægju af því sem áður færði manni gleði, þá er gott að snúa sér til þeirrar iðju að leika með frum-hvatirnar. Þá er gott að fróa sér fyrir þá nautn og þann ávinning sem fullnæging býr yfir. Það er gott og gerir allskonar gott fyrir heilann. Hver vill það ekki?

Ummæli

dojob sagði…
Er þetta nú ekki frekar spurning um aldur og magn kynhormóna hvort aðilar leiti að kynferðislegri útrás eða ekki.

Geri ráð fyrir að allir geti orðið þynglindir að fá ekki kynferðilega athygli eða útrás en þar sem þunglyndi á væntanlega misjafnan uppruna þá er þetta væntanlega mikil einföldun :-)

En að öðru leiti.. fullkomlega sammála að heimaleikfimi er altaf af hinu góða.. jafnvel enn betri þegar sú leikfimi á sér ekki stað í því daglegu umhverfi sem við hrærumst öll í ...

..dojob..

Vinsælar færslur