Sambandsslit

Við G erum að hætta saman, eftir 14 ára sambúð. Mér finnst ég verða að segja ykkur formlega frá því. Sambandið er búið að vera stormasamt undanfarna mánuði. Staðan var orðin þannig að ástandið var engum hollt, ekki honum, ekki mér og alls ekki börnunum okkar.
Það er erfitt að horfast í augu við það þegar draumar manns og væntingar fara í súginn. Það er þræl erfitt að gefa svona veigamikinn part af lífi manns upp á bátinn. Við höfum átt mörg yndisleg ár saman. Við höfum gert dásamlega hluti saman. Við höfum eignast saman tvö falleg og bráðger börn. Það er helst þeirra vegna sem við tókum þessa ákvörðun. Við verðum áfram mamma og pabbi. Við verðum áfram í lífi hvors annars. Forsendurnar verða bara aðrar og hlutverkin gagnvart hvort öðru verða allt öðruvísi.


Núna ríkir ákveðið óvissuástand. Það þarf að stíga varlega til jarðar og vanda sig. Það er ekki laust við að ég syrgi. Framtíðarsýnin sem ég hef alið með mér svo lengi er allt í einu úreld. Í augnarblikinu hef ég enga framtíðarsýn, enga markvissa stefnu og ég veit ekkert hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Nema jú, ég ætla að verða hamingjusöm! Er það ekki bara ágæts markmið í sjálfu sér? Ég ætla markvisst að vinna í því að vera hamingjusöm.

Ummæli

Úlfur sagði…
Leiðinlegt að heyra en þú tekur rétta pólinn í hæðina. Vertu hamingjusöm. Njóttu lífsins. Auðvitað koma erfiðir tímar en án þeirra væru engir frábærir tímar.
Nafnlaus sagði…
Leitt að heyra. Farðu vel með þig, og gangi vel.

Nafnlaus sagði…
Leitt að heyra.

Algeng fyrstu viðbrögð eru vonbrigði og sjálfsásökun (hvað gerði ég rangt), sérstaklega þegar aðilar hafa "fjárfest" saman í minningum, reynslu og börnum.

Eins og þú bendir sjálf á þá er þetta samt oft farsælasta skrefið fyrir alla. Ég er sannfærður að þið G komið til með að vera áfram fínir vinir þegar þið frá líða stundir.

Gangi þér vel
ComputerSaysNoo

Vinsælar færslur