Skömm kvenlíkamans

Undanfarið hef ég verið að hlusta á podcast sem heitir bodkastið. Það fjallar um líkamsvirðingu. Þar er mikið farið inn á líkamsímynd, aðallega kvenna, en karla líka. Þar kom fram að meirihluti kvenna hefur einhverntíman á ævi sinni þurft að glíma við slæma líkamsímynd. Margar konur hafa sleppt því að gera eitthvað sem þeim langaði að gera vegna slæmrar líkamsímyndar, og slæm líkamsímynd hefur bein áhrif á kynlífið þeirra. 

Mig langar að kafa dýpra ofan í þetta málefni. Þetta er það yfirgripsmikið að maður gerir það ekki í einni færslu. 

Ég skal alveg viðurkenna að ég hef verið í þessum pakka líka. Minn líkami fellur ekki undir það sem er eftirsóknarvert í vestrænu samfélagi í dag. Ég hinsvegar tók meðvitað þá ákvörðun að láta það ekki hafa áhrif á það hvernig ég lifi lífinu. Samfélagið okkar er líka að verða opnara fyrir allskonar fólki og allskonar líkömum. Það er því mun auðveldara núna að víkja frá norminu en fyrir tíu árum. 

Í kynlífi tekst mér að sleppa tökunum og njóta, njóta mín með öðrum, njóta þess að mín sé notið. Ég man varla eftir því að líkaminn eða líkamsímyndin hafi truflað mig í kynlífi. Jú, reyndar, þegar ég hugsa um það þá man ég vel eftir atviki tengdu BDSM þar sem slæm líkamsímynd hjá mér flæktist fyrir. 

Ég hinsvegar komst að því um daginn að mér finnst blæðingar vera mun viðkvæmara efni en líkaminn minn. Þegar ég horfi til baka þá hef ég oft upplifað skömm tengda því að vera á blæðingum. Mörgum finnst blæðingar vera ógeðslegar og geta ekki hugsað sér að stunda kynlíf á blæðingum, bæði konur og karlar. Ég hef sjálf verið í þeim pakka.
Sem unglingur þá gerði ég mér meira að segja upp tannlæknatíma í morgunsárið til að komast hjá því að segja viðkomandi að ég væri á túr, og gæti, eða vildi þess vegna ekki fara heim með honum. Ég var meira að segja frekar skotin í honum og þykir leitt að hugsa til þess að þarna enduðu okkar samskipti. Við fórum í sitthvora áttina og annað eins tækifæri skaut aldrei upp kollinum. 

Enn þann dag í dag finnst mér þetta vera viðkvæmt efni gagnvart leikfélögum. Oft er það óöryggi gagnvart viðbröðgum og viðhorfi þeirra. Ég upplifi mig líka alls ekki sem kynveru á fyrstu dögum blæðinga og vil þá frekar kúr og kjass en eitthvað meira. Ég ímynda mér að ég sé álíka girnileg og einhver með gubbupest og hegðun mín er svipuð. Ég dreg mig í hlé þangað til þetta líður hjá. 

Það er einn hængur á þessu. Ég verð oft alveg svakalega gröð þegar ég er á blæðingum! Stundum finnst mér gott að fara ein inn í herbergi og fróa mér, helst tímunum saman, þegar ég er á túr. Píkan er einhvernveginn næmari og örvunin nær dýpra. Oft tel ég niður þangað til blæðingarnar klárast til að geta stundað almennilegt kynlíf, þar sem G er ekki fyrir kynlíf á blæðingum. Gallinn er að þá er líka þetta greddu og ofurnæmni ástand liðið hjá. 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þar sem við drengirnir sleppum nú oft nokkuð létt frá ýmsum hlutum í daglega lífinu. Okkur er t.d. sjaldan treyst að flokka rétt í þvottavélina. Erum oftast bara þátttakendur í ánægjulega parti getnaðar og sleppum alveg við sársauka fæðingar. Líkami okkar fer ekki á hliðina við óléttu eða glýmir ekki við eftirköst fæðingar.... Af þessu sögðu finnst mér nú allveg í lagi að við kk tökum nú aðeins tillit til þarfir kvenna á túr og hættum þessu pjatti. Hef nefnilega heyrt áður að stelpur séu graðari á þessum tíma en oft áður. Kannski er það líkamlegt og sálrænt og stafar af því að þetta er væntanlega mjög öruggur tími til að komast hjá þungun og því óhætt fyrir kvk að njóta (fyrir tíma getnaðarvarna).

Kveðja
ComputerSaysNoo

Vinsælar færslur