Perralingar hér, þar og allsstaðar

Undanfarin sumur hef ég verið með ferðaþjónustufyrirtæki á mínum snærum. Þetta er árstíðarbundin vertíð sem getur gefið vel ef rétt er haldið á spöðunum. En viti menn, þetta árið komið Covid. Þar með var ekki von á útlendingum. Hvað gerir maður þá? Jú, maður laðar til sín íslendinga í staðinn. Sumarið fór fram úr mínum björtustu vonum og sennilega verða þessar breytingar á batteríinu til frambúðar.

Einu sinni þá vorum við með opið hús hjá okkur. Gestir og gangandi kíktu við og það var glatt á hjalla. Ég bar kennsl á einn í hópnum, jú, hann hafði verið eitthvað virkur í senunni einu sinni. Þar sem við vorum þarna á allt öðrum forsendum sem höfðu ekkert með BDSM að gera, þá setti maður spari hliðina út og lét eins og við hefðum aldrei hittst.

Fyrir þá sem ekki vita þá er það almenna reglan varðandi BDSM heiminn. Ef þú hittir einhvern úr BDSM heiminum á förnum vegi, þá þekkist þið ekki. Það má e.t.v. brosa eða kinka kolli svo lítið beri á en ekki meira. Nema maður hafi fengið formlegt leyfi til þess. Maður veit aldrei hvernig hagur hinnar manneskjunar er.

Um kvöldið biðu mín svo ný skilaboð inni á fetlife. Hann hafði jafnframt fattað hver ég var. Ég fékk hrós fyrir eftirminnilega og góða framkomu í vinnunni. Ég fékk líka hrós fyrir útlitið og útgeislunina.

Vá! Í þessum stutta pósti var allskonar gott. Í fyrsta lagi þá hafði viðkomandi fyrir því yfir höfuð að senda mér póst. Fyrir það eitt er ég smá upp með mér. Ég fékk líka viðurkenningu fyrir vinnuna mína, þannig að ég er klárlega á réttri leið með það. Ég fékk viðurkenningu fyrir útlitið. Já, hégóma-púkanum í mér fannst það sko ekki leiðinlegt. Ég fékk meira að segja smá klapp á bakið sem kynvera. Undir réttum kringumstæðum er rosalega gott að vita að einhver sjái mann með þeim augum.

Upphófust líka skemmtilegar samræður þar við ræddum eitt og annað tengt kynlífi, BDSM heiminum og vanillulífinu. Stundum þarf bara að ýta boltanum af stað og þá fer hann að rúlla.

Ummæli

Vinsælar færslur