Vofuð, drauguð, yfirgefin?
Ég var ghost-uð!
Mig vantar gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbæri. Það er þegar þú ert að spjalla við einhvern á netinu eða einhvern samskiptamiðil og viðkomandi bara gufar upp. Svarar ekki skilaboðum og allt í einu er dæmið bara dautt.
Ég hef heyrt af því að fólk gengur svo langt að það gufar upp úr heilu samböndunum. Þú hélst kannski að þið væruð að stefna eitthvað, þið eruð kannski búin að hittast nokkrum sinnum, en svo einn daginn svarar viðkomandi ekki símanum, eða skilboðum og þú ert gjörsamlega hunsuð. Ég hef ekki lent í því, sem betur fer.
Ég verð samt að viðurkenna að ég hef verið á þeim endanum að hætta samskiptum, það gerist iðullega eftir nokkur skilaboð fram og til baka, en það vantar eitthvað, eða eitthvað slær mig út af laginu, eða mögulega er alvöru lífið að þvælast fyrir og loxins þegar ég gef mér tíma, þá finnst mér vera of langt um liðið. Ég get sjálfsagt talið upp ótal ástæður, en í grunninn er málið bara að það er erfitt að segja einhverjum að maður hafi ekki frekari áhuga, án þess að eiga á hættu særa viðkomandi. Í lang flestum tilfellum hefur þetta engan eftirmála. Ég vil líka taka það fram að ég hef líka oft verið á þeim enda að vera ghost-uð. Yfirleitt er mér líka bara alveg sama.
Nema núna um daginn. Ég var búin að vera í smá samskiptum við einstakling inni á fetlife. Við vorum farin að viðra það að hittast einhvern daginn og ég var orðin svolítið spennt. Ég naut þess að skrifast á við hann og hlakkaði alltaf til að fá póst frá honum. Þangað til það hætti! Núna eru komnar einhverjar vikur síðan ég fékk síðasta skeytið frá honum. Ég svaraði því samviskusamlega samdægurs. En síðan þá hefur ekkert komið frá honum. Ég velti því fyrir mér hvort það sé eitthvað sem ég sagði? Voru raunheimar að spila þarna inn í? Missti hann kannski bara áhugann á öllu kinki?
Ég stend mig að því að skrá mig inn og vonast til þess að sjá merkið um að það séu ein ný skilaboð í innhólfinu, og að þau séu frá honum.
Hvað á maður að bíða lengi?
Ummæli
Ættli raunheimar hafa nú ekki stoppað viðkomandi. Þegar hlutir eru við það að verða raunverulegur (að fara hittast) þá greinir á milli langana og getu.
Ps.. nei .. þetta var ekki ég ��
Kveðja
ComputerSaysNoo