Mynjagripir


Ég stend fyrir framan spegilinn og er að tannbursta mig í morgunsárið. Af gömlum vana horfi ég á manneskjuna í speglinum. Hún er líka að tannbursta sig og horfir á mig til baka. Ég virði hana fyrir mér og finnst hún bara nokkuð sæt. Það er einhver ljómi yfir henni.
Síðan tek ég eftir því. Það er smá marblettur á bringunni. Það er athyglisvert. Ég virði hann fyrir mér, bæði í speglinum og á sjálfri mér.
Ég þarf ekki að hugsa lengi til að átta mig á því að hann er eftir keðjuna. Hann er það lítill að hann truflar ekki hversdagslífið. Ég er oft með óútskýrða marbletti hér og þar. Ætli það skildu leynast fleiri marblettir á mér? Ég ýti bolnum niður yfir brjóstin, og viti menn, þar er annar! Ég verð bæði hissa og glöð á sama tíma. Ég gerði alls ekki ráð fyrir þessu, en þegar ég hugsa til baka til kvöldsins er þetta alveg skiljanlegt. Seinna um daginn finn ég líka fyrir eymslum í hálsinum. Ég brosi með sjálfri mér, því akkúrat þarna var hálsólin á mér, rúmum sólarhring fyrr.

Svona mynjagripir eftir skemmtilegan leik, ylja mér um hjartaræturnar. Ég get horft á marblettina, og strokið yfir hálsinum og fundið eymslin. Ég væri hvorki marin né aum ef að enginn hefði verið leikurinn. Þetta togar hugann til baka og kallar fram minningar.

Þegar ég lá svona, bundin svona, þegar hann hélt mér svona, þegar hann togaði í ólina, þegar ég engdist um....
Sumt sendir bókstaflegan sæluhroll um líkamann á meðan annað togar aðeins í munnvikin á mér. Ég held stundum að ég geti verið svolítið kjánaleg fyrstu dagana eftir góðan leik. Með órætt bros á vörum og meira og minna annars hugar.
Suma daga er ég fegin að fólk geti ekki lesið hugsanir.



Mér finnst gott að fá svona mynjagripi. Því þá eymir lengur eftir af leiknum. Leikurinn er þá einhvernveginn ekki alveg búinn. Líkami minn er ennþá að vinna úr honum. Iðullega er ég samt farin að telja niður í næsta leik löngu áður en marblettirnir hverfa alveg.


Ummæli

Vinsælar færslur