Á rúntinum

Eins og ég skrifaði um daginn þá hef ég saknað senunnar mikið undanfarið. Ég hef líka aðeins tekið málin í mínar hendur og kíkt í heimsókn til fólks í senunni. Ég fór á micro-munch með einum fyrir nokkrum vikum. Ástæðan fyrir nafngiftinni var einfaldlega sú að mig langaði svo mikið á munch, að það að hitta perraling á kaffihúsi undir yfirskriftinni micro-munch var mín leið til að fullnægja þessari þörf. Við endurtókum svo leikinn um daginn.
Það æxlaðist þannig að við ákváðum að fá okkur að borða saman. Covid gerði okkur lífið leitt og við komum að lokuðum dyrum á flestum stöðum. Við enduðum þá með að fara bara á rúntinn og rabba saman. Það var svo gaman að ræða hugmyndir og vangaveltur og deila sögum frá okkar kinky hlið. Eins og ég sagði, þá jafnast ekkert á við félagsskap perralinga.

Á rúntinum ræddum við um kynferðislega sigra okkar og þar sem að hann var utanbæjarmaður í grunninn þá hafði hann aldrei farið inn í Heiðmörk, lagt bílnum á afviknum stað og gert eitthvað dónalegt.
Hann vissi ekki einusinni hvar Heiðmörk var! Auðvitað varð ég að kippa því í liðinn og við keyrðum sem leið lá inn í Heiðmörk.
Þegar götulýsingunni sleppti fór að bera á bílum lagt hér og þar á myrkvuðum bílastæðum. Rúðurnar með móðu og án efa einhverjir að kela þar fyrir innan. Ég hef alveg verið í þessum hópi líka. Ég velti því samt fyrir mér hvort að þessi iðja einskorðist við ákveðið aldursbil? Ætli það séu aðallega ungir krakkar, sem búa ennþá heima hjá foreldrum sem sækja í svona næði?
Ég man að vísu bara eftir einu skipti inni í Heiðmörk. Ég hef samt gert eitthvað dónalegt á nokkrum stöðum í bíl í gegnum tíðina. Á þessum rúnti vildi ég nú meina að ég væri orðin of gömul fyrir kelerí í bíl á afviknum stað. Maður á samt aldrei að segja aldrei, og ef að tækifæri og aðstæður myndu vera akkúrat réttar er aldrei að vita.

Ummæli

Vinsælar færslur