Ferðafantasía

Snertingin er lítil og tilviljunarkennd. Fóturinn rekst í minn örskamma stund undir borðinu. Stuttu seinna finn ég hann aftur rekast utan í mig. Ég læt sem ég tek ekki eftir þessu, enda engin ástæða til þess. Ég dreg mína fætur nær mér svo hann hafi meira pláss. Enn rekst fótur hans utan í minn og í þetta skiptið renna á mig tvær grímur. Var þetta í alvörunni tilviljun? Ég ákveð samt að bregðast ekki við því en færi mig samt ekki undan. Fljótlega finn ég aftur fyrir fæti hans, hann leggst upp við minn og er þar kyrr. Þetta er klárlega innrás inn í mitt persónulega rými en ég læt það vera. Í staðinn fer ég að virða fyrir mér eiganda fótarins. Hann er hávaxinn og herðarbreiður. Myndarlegur. Svolítið eldri en ég. Kollvikin eru farin að hækka en ég sé ekki eitt einasta grátt hár. Hann er upptekinn í samræðum við hitt fólkið í ferðinni og lítur ekki einusinni á mig. Í miðri sögu fer hann að strjúka fætinum sínum upp við minn. Þetta er þá engin tilviljun! Við þessa niðurstöðu mína finn ég hvernig ég æsist upp. Það fer fiðringur um mig og mér hitnar allri. Ég strík fætinum mínum á móti hans. Við það ræskir hann sig og lagar sig til í sætinu. Ég verð fyrir smá vonbrigðum. Hann var þá kannski ekki að gefa mér undir fótinn í bókstaflegri merkingu. Fyrr en varir er fótur hans þó aftur búinn að finna minn og hann finnur sér leið upp kálfann minn. Mér finnst sem húðin sé rafmögnuð og andrúmsloftið fullt af kynferðislegri spennu. Hann er aftur á móti hinn rólegasti og rabbar við samferðamenn okkar. 

Kvöldmaturinn er lagðir á borðið og fólkið tekur hraustlega til matar síns. Allan tímann snertast fætur okkar undir borðinu, laumulega þannig að enginn tekur eftir því. Hann dásamar matinn og kokkinn og lítur svo beint í augun á mér og spyr hvort mér finnist þessi matur ekki góður. Augu hans er dökk brún og hann brosir til mín. Mér finnst eins og hann horfi inn í huga minn og hljóti að sjá hvernig mér líður. Ég kafroðna og næ einhvernveginn að stynja því upp að maturinn sé ljómandi góður. Hann tekur tómann diskinn og fer frá borðinu. Þegar hann gengur framhjá borðinu á leiðinni út strýkur hann laust yfir bakið á mér. Ég finn sæluhroll hríslast um mig og finn strauma sem allir liggja beint á einn stað. Ég klára matinn minn og fer að hjálpa til við að ganga frá í eldhúsinu. 

Stemmingin í skálanum er létt og allir hjálpast að. Fyrr en varir er allur farangurinn kominn inn og búið er að ganga frá öllu eftir matinn. Kveikt er á kertum og gashitarinn er settur í gang til að stemma við rökkrinu og kuldanum sem fylgir því að vera að ferðast seint í ágúst. Bjórar eru opnaðir og spil dregin fram. Fljótlega fer fólkið þó að finna svefnpokana sína og undirbúa sig fyrir háttinn. Skálinn er þannig uppsettur að pallur er alla langhliðina og dýnum er raða þétt á pallinn. Skálinn tekur 15 manns og eru 15 dýnur hlið við hlið á pallinum. Hver ca 90 cm breið, svo nálægðin við aðra er óhjákvæmleg. Fletin fyllast og skvaldrið breytist í rólegar lágværar samræður til að valda öðrum ekki ónæði. 



Eftir að hafa tapað nokkrum sinnum í spilum við samferðafólkið fer ég að huga að því að fara að sofa. Langur dagur er fyrir höndum og flestir gengnir til náða. Hann liggur í einu fletinu og er að lesa bók við ljóstýru af kerti. Ég fer að svipast um eftir töskunni minni og svefnpokanum og reyni að forðast það að horfa á hann. Það er ekki fyrr en hann segir nafnið mitt að ég lít til hans og sé að svefnpokinn minn og taskan eru á dýnunni við hliðina á honum. Hann brosir til mín og ég kafroðna og brosi vandræðaleg til baka. Ég gref upp snyrtibudduna mína án þess að líta á hann og fer fram á baðherbergi. 

Ég tek minn tíma inni á baðinu. Reyni að róa taugarnar og hægja á örum hjartslættinum. Það er varla nokkur tilviljun að dótið mitt hafi endað við hliðina á honum. Fyrir utan herbergisdyrnar heyri ég að lágværar samræðurnar deyja hratt út og hrotur heyrast í staðinn. Þegar ég árétta að allir hljóti að vera sofnaðir kem ég út af baðherberginu. Mér til undrunar er hann ennþá að lesa. Ég skríð upp á dýnuna við hliðina á honum og fer að hátta mig. Bölva því í hljóði að ég hafi ekki gert það inni á baði. Ég reyni eftir bestu getu að láta ekkert sjást, en lendi í vandræðum þegar ég þarf að fara úr bolnum sem ég er í og í náttkjólin. Ég hafði smeigt mér úr brjóstahaldaranum undir bolnum og sé núna eftir því. Ég bregð á það ráð að drífa bara í þessu, enda flestir ef ekki allir sofnaðir, utan hann. Ég dreg andan djúpt, reyni að hylja brjóstin með svefnpokanum og fer úr bolnum í hvelli. Næ í náttkjólinn sem er allur í vöðlaður saman. Ég reyni eftir bestu getu að greiða úr flækjunni án þess að missa svefnpokann. Á endanum kemst ég í náttkjólinn. Gasofninn er ennþá í gangi og orðið vel heitt í skálanum. Ég er á báðum áttum hvort ég eigi að fara ofaní svefnpokann eða sofa með hann ofaná mér. Á endanum ákveð ég að taka bara sénsinn og sofa undir svefnpokanum, en ekki inni í honum. 

Ég legst útaf og finn hjartað hamast í brjóstinu. Hrotukór syngur í næsta nágrenni við mig og ég kemst ekki hjá því að flissa smá. “Hvað er svona fyndið?!” hvíslar hann þá. Ég sný mér að honum og hvísla “hrotukórinn”. Hann brosir og lokar bókinni. Hann þarf að setjast upp til að slökkva á kertinu. Hann er ber að ofan og ég dáist að stæltum líkamanum hans þegar hann teygir sig og blæs á kertið. Hann leggst undir svefnpokann sinn og snýr að mér. “Leyst þér á það sem þú sást?” hvíslar hann. Ég kem ekki upp orði og kafroðna. Þakka guði fyrir rökkrið svo að hann sjái það ekki. Á sama tíma fer straumur um mig. “Mér líst ákaflega vel á þig” hvíslar hann að mér og færir sig örlítið nær. “Er það?” hvísla ég á móti og færi mig örlítið nær honum. Spennan á milli okkar er að gera út af við mig. Ég þrái ekkert meira en að finna hann snerta mig. “Ójá” segir hann. 

Hann tekur í hönd mína og ber hana upp að vörum sér. Hann kyssir hana létt en nautnafullt. Það er eins og straumur fari um mig út frá snertingu hans. Hann heldur hönd minni áfram og gælir við hana með fingrunum. Hann stríkur yfir handabakið og kyssir fingur mína einn af öðrum. Þessar litlu gælur æsa mig meira en orð fá lýst. Ég fikra mig nær honum þannig að bilið á milli okkar er nánast ekkert. Hann horfir á mig í myrkrinu og teygir sig að mér og kyssir mig létt á varirnar. Ég styn lágt en hann sussar á mig og minnir mig á að við erum umkringd sofandi fólki. Tilhuxunin um það æsir mig enn meira og ég iða í skynninu. 

Ég lauma hendinni undir svefnpokann hjá honum og skoða bera bringuna með fingurgómunum. Hann er hlýr viðkomu og stinnur. Ég greiði í gegnum bringuhárin og fikra mig eftir útlínum vöðvanna. Ég hlusta eftir andardrætti hans og heyri að hann er jafn æstur og ég. Varlega lyfti ég mínum svefnpoka yfir hans og skríð inn í hlýjuna til hans. Hann tekur þétt utanum mig og kyssir mig laust á ennið, niður nefið og á munninn. Ég svara kossum hans af áfergju og finn löngun hans í þeim. Önnur hönd hans er undir höfðinu á mér, hin finnur sér leið undir náttkjólinn og stríkur upp magann á mér og yfir brjóstin. Hann gælir við harðar geirvörturnar og ég þarf að bíta í vörina á mér til að stynja ekki þegar hann klípur mig ákveðið í aðra þeirra. Ég sé að hann brosir við það. “Þú ert svo girnileg” hvíslar hann í eyra mér og tekur eyrnasnepilinn upp í sig. Hönd hans sleppir brjóstinu mínu og firkar sig neðar, inn undir buxnastrenginn ofaní nærbuxurnar. Ég gríp andann á lofti þegar ég finn fingur hans skilja að skapabarmana og koma inn í blauta hlýjuna í klofinu á mér. Hann rennir þeim upp og niður eftir píkunni minni, í stóra hringi í kringum snípinn. Ég á erfitt með að halda aftur af mér og bít laust í öxlina á honum til að kæfa niður stunu þegar hann þrýstir einum fingri inn í mig. Hann puttar mig með hægum hreyfingum og fylgist með hvernig ég bregst við. 

Hann þrýstir öðrum fingri inn í mig og mér tekst að kæfa stununa á vörunum á mér. Hann puttar mig hægt og unaðslega. Ég leita uppi buxnastrenginn hans og fikra mig innundir hann. Ég finn liminn sem er grjótharður og tek þétt utanum hann. Ég gæli við kónginn og strokka liminn í hægum hreyfingum, í takt við fingur hans sem leika um píkuna mína. Hann er fljótur að finna að taktur minn byggist á hans eigin og fer að putta mig hraðar. Ég gef í og andardráttur hans verður örari fyrir vikið. Hann hægir ferðina aftir og ég geri slíkt hið sama. Hann tekur höndina upp úr nærbuxunum mínum og dregur mig nær sér. Hann fer að eiga við nærbuxurnar mínar og við hjálpumst að við að koma mér úr þeim. Hann kyssir mig á hálsinn og nartar í eyrað á mér. “Það má ekki heyrast múkk í þér” hvíslar hann í eyrað á mér áður en hann veltir sér ofaná mig. Hann passar sig að vera undir svefnpokanum til að láta lítið bera á því sem við erum að gera. Ég finn fyrir hörðum limnum hans upp við mig og þrái hann inn í mig. Hann strýkur kónginum upp og niður eftir píkunni minni sem aðeins ýtir undir að löngun mína. Ég reyni að grípa hann þegar hann fer yfir leggangaopið en hann færir sig undan. Áður en ég veit samt af því er hann kominn á kaf inn í mig. Hann að ríður mér hægt og rólega. Hægt gengur harður limur hans inn og út úr mér. Unaðurinn fyllir mig alla og mig langar að grátbiðja hann um að ríða mér hraðar og fastar. Hann sussar í eyrað á mér og minnir mig á að við erum ekki ein. Ég læði annarri höndinni á milli okkar og finn þrútinn snípinn. Ég fer að strjúka sníðinn í takt við hreyfingar hans. Sælurhrollur fer um mig og ég veit að ég verð mjög fljót að fá það. Ég strýk og fitla við snípinn á meðan hann ríður mér hægt og taktfast. Ég þrái að hann riði mér fastar og hraðar, en sofandi fólkið í kringum okkur kemur í veg fyrir það. Allt í einu lýst þeirri hugsun niður að það gæti einhver verið að hlusta, eða fylgjast með okkur. Hroturnar í fólkinu í kring gefur það til kynna að flestir eru sofandi. En einhver gæti verið að horfa. Tilhuxunin ein æsir mig svo mikið að ég nánast fæ það á stundinni. Þegar fullnægingin skekur mig bít ég hann í öxlina til að halda niðri fullnægingaröskrinu. Píkan mín herpist saman utanum lim hans og krampakendir samdrættirnir virðast örva hann enn meira. Ósjálfrátt herðir hann róðurinn og fer að ríða mér hraðar. 
Allt í einu reysir hann sig við, tekur liminn út úr mér og rúnkar sér yfir mig. Ég sé að hann er við það fá það og ég horfi heilluð á hann. Hönd hans leikur um liminn og hröð hreyfingin veldur því að hann titrar og skelfur. Ég lyfti náttkjólnum upp yfir brjóstin á mér og kreysti þau smá, gæli síðan við geirvörturnar og sé hann horfa sem hugfanginn á þau. Örlítil stuna líður frá vörum hans og ég finn hlýjann vökva lenda á brjóstum mínum og maga. Hann beygir sig niður og kyssir mig ákveðið og fer svo ofan af mér. Ég laga náttfötin og leggst út af. 

Hann dregur mig til sín og tekur utanum um mig. Fljótlega er andardráttur hans orðinn stöðugur og einstaka hrota líður af vörum hans. Ég brosi með sjálfri mér þegar ég hlusta á hrotukórinn í skálanum og finn sjálf hvernig svefinn tekur völdin.


Ummæli

Vinsælar færslur