Söknuður


Ég sakna perralinga! Ég sakna senunnar. Ég get ekki beðið þangað til Covid verður komið í baksýnisspegilinn og fólk fer að bera saman covid-reynslu sína.
Ég sakna sérstaklega mikið munchanna. Ég sakna þess að geta talað frjálslega um kynferðislega og kinky hluti. Ég sakna þess að geta lagt frá mér vanillugrímuna og notið þess að vera ég í öllu mínu kinky-veldi. Þannig að ég get iðað af gleði þegar talað er um nýjar og skemmtilegar leiðir til að pína fólk. Gripið andann á lofti þegar nýrri afbrigðilegri hugmynd skýtur niður í kollinn á mér. Og fundið hvernig minn sjóndeildarhringur stækkar þegar ég heyri aðra tala um sinn eigin áhuga á BDSM tengdum hlutum. 
Fetlife er gott og gilt en það er samt alls ekki það sama og að hitta fólk. Það er alveg ómetanlegt að þurfa ekki að vera í skápnum gagnvart fólki. Það að finnast ég ekki knúin til að vera inni í skápnum gerir það að verkum að ég kem til dyranna eins og ég er klædd, með alla mína kosti og galla. Þetta frelsi er yndislegt, og ég geri það sem ég vil! 

Þegar ég skrifa þetta, uppfull af nostalgíu og söknuði, þá finn ég líka hvað senan er dýrmæt. Ekki bara fyrir mig, sem er búin að vera viðloðandi hana í einhver ár, heldur fyrir nýgræðlingana sem gætu verið að burðast með sjálfa sig og kenndir sem ekki allir viðurkenna.

Ummæli

Vinsælar færslur