24 klukkustundir


Í 24 klukkustundir fer ekki limur, fingur eða tunga hans inn í munn, píku eða rass á mér.
 
Í grunninn voru þetta reglurnar. Ef hann myndi ekki standast freistinguna þá myndi hann kaupa korsett handa mér. Ef 24 stundirnar myndu líða án þess að hann falli í freistni, þá þyrfti ég að senda honum daglega ögrandi mynd af mér í tvær vikur. Tíminn myndi byrja að telja frá fyrstu snertingu. 

Hugmyndin var bæði æsandi og ögrandi. Veðmálið var fínpússað dagana og vikurnar fyrir hittinginn, hvað mátti nákvæmlega og hvað ekki. Hvað með leikföng? Jú, það má. Hvað flokkast undir „inn í píku“? Við komum okkur saman um að allt sem er á milli barma félli þar undir. Ég veit ekki hvort ég var fullkomnlega ánægð með þá skilgreiningu, þar sem ég sá fyrir mér að ég yrði af talsverðum unaði við það. Vitandi að það gerði aðstæðurnar mögulega erfiðari fyrir hann, þá samþykkti ég þetta svona. 
Dagana fyrir hittinginn minnti ég hann iðullega á að ég væri að fara að fá þetta korsett. Sjálfsöryggið og vissan var óhagganleg á yfirborðinu en innst inni var ég samt ekki alveg viss. Ég treysti honum alveg til að fá það sem hann ætlaði sér, þó það væri ekki nema til að sýna mér að hann stæði við stóru orðin. En ef hann myndi ekki standast freistinguna, þá væri það sigur fyrir mig að fleiri en einu leiti. Ekki nóg með að ég fengi korsettið sem mig langaði í, heldur fengi ég staðfestingu á því að ég væri ómótstæðileg. Það er fátt sem gefur meiri innspýtingu í sjálfsmyndina en að vera sannarlega ómótstæðileg.

Það var ekkert hátíðlegt við þessa fyrstu snertingu. Við föðmuðumst eins og alltaf þegar við hittumst og með tvíræðu brosi setti hann niðurteljarann í gang. Ég sá töluna á úrinu hans, 23:59:45. Næsti sólarhringur yrði mjög áhugaverður!

Það fór ekkert á milli mála að ég ætlaði mér að fá korsettið og ég lagði mikið á mig til að fá það. Ég held að hann hafi notið þess að hafa mig svona viljuga og krefjandi. 
Við hvert tækifæri sem gafst snerti ég hann, ég nuddaði mér upp við hann og kyssti hann. Ég leyfði honum að sjá og heyra hversu þurfandi ég var, hversu blaut ég var og hversu tilbúin ég var fyrir hann. Hversu mikið mig langaði í hann, hér og nú! 
Ég fór meira að segja á hnéin, þreyfði eftir hörðum limnum, kyssti hann og sleikti. Það var partur af samningnum að ef ég myndi sjálf taka eitthvað af honum upp í mig eða inn í mig, þá fengi ég ærlega rassskellingu að launum. Ég vogaði mér því ekki að vefja vörunum um kónginn og taka hann upp í mig, eins freistandi og það var. 
Ég emjaði af þörf í fanginu á honum og passaði að það færi ekki á milli mála hver minn vilji var í þessum aðstæðum. Ég vildi hann inn í mig, með einhverju eða öllu móti. Hann hinsvegar gaf ekki þumlung eftir og það æsti mig jafnvel enn meira að fá ekki það sem ég þráði.

Hann var duglegur að minna á hvað tímanum leið. Eftir því sem talan á úrinu hans lækkaði jókst óeirðin í honum, eins og þetta væri erfiðara fyrir hann eftir því sem leið á. Ég fann að eftirvæntingin hans var orðin talsverð og naut þess svolítið að finna það hvernig tilhlökkun hans magnaðist síðustu þrjár klukkustundirnar af tímanum.
Hann vissi upp á mínútu hvenær tíminn myndi klárast og minnti mig reglulega á það. Hann var búinn að gera mér það alveg ljóst að hann gæti haldið aftur af sér gagnvart mér og ég hefði ekki roð í hann. Hann var líka búinn að gera mér það ljóst að hann ætlaði ekki að bíða mínútunni lengur en þurfti til að drekkja sér í líkama mínum. 
Það kom mér því ekkert á óvart þegar hann dró mig inn í rúm þegar það var innan við klukkutími eftir af tímanum. Ég bjóst við því að hann myndi nýta tímann í að æsa mig upp og ögra mér, sýna mér vald sitt og láta mig finna fyrir ósigri mínum áður en hann myndi loksins njóta mín til fulls. 
Ég bjóst ekki við því að hann myndi fyrirvaralaust henda mér á rúmið og þrýsta sér ákveðið inn í mig, og taka mig þarna alveg óviðbúna. Þetta kom mér svo á óvart að ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þessu. Á nokkrum sekúndum var lostinn búinn að taka mig yfir og ég naut þess sem ég hafði þráð síðustu tæpar 24 klukkustundirnar, að hafa hann inni í mér, ofaná mér, allt umlykjandi mig. Að finna hans greddu og löngunum slökkt í líkama mínum. 
Tilfinningin var hálf óraunveruleg og í lostamókinu hvarflaði það að mér að ég vann veðmálið! 

Daginn eftir sátum við á móti hvort öðru og ræddum málin. Ég hef alltaf vissa þörf fyrir uppgjör og hann er duglegur að mæta þeirri þörf. Hann horfði á mig og sagði mér glottandi að þetta hafi verið planið allan tímann. Hann ætlaði sér alltaf að taka mig áður en tíminn rynni út, og það hafi verið sönn nautn að gera það svona þegar ég síst bjóst við því. 
Ég gapti! Ég vann þá ekki? Eða hvað....? Jú, hann tók mig áður en tíminn rann út svo ég fæ korsettið, svo mikið er víst. En þetta var allt saman planað! Frá a-ö! Sigurinn var allt í einu ekki jafn sætur. Mér fannst leikið á mig. Mér fannst ég hafa tapað, jafnvel þó ég hafi unnið að nafninu til. Hann sá hvernig ég engdist um undan sannleikanum og gott ef hann hló ekki að viðbrögðum mínum líka. Það er þó ánægjulegt að hann naut þess! 

Í sannleika sagt þá naut ég þess líka, á masókískan máta. Stundum er gott að vinna ekki. Stundum er skemmtilegast að leika við ofjarl sinn. Ég fæ þó þetta gullfallega korsett að launum, eða ættum við kannski að kalla það sárabætur?

Ummæli

Vinsælar færslur